Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 129
ANDVARI
HVAR ER LÖGBERG?
127
Snorri goði hefði getað heitið Ásgrími
Elliðagrímssyni því að verja Flosa og
mönnum hans vígi í Almannagjá, hefði
Lögberg verið hjá búð hans. Ef bardag-
inn hefði byrjað þar hjá búðinni, þá var
Snorri og menn hans umkringdir af her-
flokkum."
Þetta segir Finnur, sá vitri maður.
Að síðustu held ég, að ég verði að bæta
einni rúsínu í pylsuendann, eins og dansk-
urinn segir.
Dr. Björn M. Ólsen segir í umræðunum
um mál þetta 1914—15 þessa gullvægu
setningu:
„Reyndar vantar þau orð, sem allt er
undir komið (ca. á virkið fyrir búð sína)
í hið elzta og bezta handriti af Sturlungu."
Ilafa menn heyrt öllu betra innlegg
í mál?
Og hvað segir svo Grágás um öll þessi
boðorð, þegar verið er að lýsa þingreglum
á Alþingi:
„Til Lögbergs má ekki ganga seinna
en í síðasta lagi, þegar sólu ber yfir vestri
brún Almannagjár frá Lögmannsþúfu á
Lögbergi
En Lögmannsþúfa er örnefni á hraun-
rimanum milli Nikulásargjár og Flosa-
8Íár-
Svo ætla ég að Ijúka þessu máli með
orðum Finns á Kjörseyri, sem eru eins og
töluð út úr huga margra eldri manna, það
þori ég að fullyrða:
„Þótt mörgum hætti við að trúa ýrnsu
án umhugsunar, sem þeim er sagt í nafni
vísindanna, þá má vænta þess, að menn
hugsi sig dálítið um, áður en þeir breyta
nöfnum á merkustu og helgustu stöðum
þjóðarinnar, aðeins fyrir nokkrar mis-
ritanir og getgátur."