Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 100

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 100
98 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVAHI ef það aðeins beit. Þetta kom þó enn betur í Ijós í athöfnum hans á sviði utan- ríkismála. Fyrsta ganga hans á þeim vettvangi þótti flestum mönnum ill. Pólverjar gerSu uppreisn gegn Rússakeisara. Öll hin frjálslynda Evrópa hafði mikla samúð með Pólverjum svo sem jafnan áður, en raunar birtist samúðin aðeins í munn- inum. Bismarck óttaðist í fyrsta lagi, að uppreisnin gæti breiðzt út til hinna pólsku héraða Prússlands, einkum Pósen, og í annan staS stóð honum stuggur af því, ef rússneska stjórnin gerði samkomu- lag við Pólverja um aukna sjálfstjórn og jafnvel sjálfstæði, þá væri tilveru Prúss- lands beinlínis stefnt í voða. Idann gerði því eins konar hernaðarbandalag við Rúss- land í febrúar 1863 og báðir aðilar skuld- bundu sig til að veita hvor öSrum aðstoð við að bæla niður uppreisnina. Með þess- um samningi afstýrði hann ekki aðeins hættunni frá austurhéruðum Prússlands, sem voru Bismarck jafnan kærust, held- ur vann hann vinfengi Rússakeisara og hlutleysi í þremur styrjöldum, sem hann átti eftir að heyja á næstu árum Án hlutleysis Rússa hefði Bismarck ekki getað sameinað Þýzkaland meS þeim hætti er hann gerði. En sú fyrsta þessara styrjalda var á næstu grösum — styrjöldin við Dani um hertogadæmin Slesvík og Holstein. Um þaS leyti er Bismarck varð ráð- herra í Prússlandi risu öldur þýzkrar þjóSemishreyfingar hátt í hertogadæmun- um. SíSla árs undirritaði Danakonungur hina svokölluðu nóvemberstjórnarskrá en samkvæmt henni var Slesvík innlimuð danska konungsríkinu. Þetta var brot á þeim samningum, er Danmörk hafði gert við þýzku stórveldin árið 1852, og urðu því Prússland og Austurríki aðilar að málinu. Nú ætlaði allt vitlaust aS verða í Þýzkalandi. Uppreisn hertogadæmanna árið 1848 hafði verið óskabarn þýzku byltingarinnar, og þessu barni hafði verið fórnað með köldu blóSi á altari aftur- haldsins þegar byltingin var 'brotin á bak aftur. Nú skyldi sú fórn ekki endurtekin. Flinir þýzku ibúar hertogadæmanna kröfðust sjálfstæðis undir hertogatign Ágústenborgarættarinnar. Fimm hundruð þingmenn frá hinum ýmsu landsþingum Þýzka ríkjabandalagsins kröfðust hins sama, og ef svo hefði orðiS, hefði enn eitt smáríkið bætzt við í Þýzka banda- laginu. Friðrik af Ágústenborg settist að í Kiel og kallaðist Friðrik hertogi VIII. Bismarck hafði til þessa ekki haft mikinn áhuga á hertogadæmamálinu, en nú sá hann sér leik á borði, og hann hugðist geta slegið margar flugur í einu höggi. Ekkert var honum fjær en þýzk þjóðerniskennd i þessu máli. En þaS var honum kærkomið tækifæri til aS vinna lönd prússneska ríkinu til handa og reyna þolrifin og máttinn í þeim her, sem nú hafði verið taminn og þjálfaður til víga í trássi við öll stjórnarskrárlög. Á gamlárskvöld 1863 sagði hann við sína nánustu um leiS og hann dreypti á púns- glasinu, að það væri ætlun sín að gera SlesvíkdHolseta að góðum Prússum. Ég veit ekki hvort mér tekst það, bætti hann við, það er í guðs hendi. En honum var ljóst, að Prússland gæti ekki í fyrstu lotu leyst hertogadæma- málið nema með aðstoð Austurríkis. 1 janúar gerSu þýzku stórveldin dönsku stjórninni úrslitakosti: að taka aftur nóv- emberstjórnarskrána eða þau mundu her- nema Slesvík. Bismarck var öllum hnút- um kunnugur í Danmörku og var ekki í vafa um, að danska stjórnin mundi hafna úrslitakostunum. Hinn fyrsta febrúar 1864 héldu herir Prússa og Austurríkismanna yfir Egðu. Um miðjan apríl voru Dybölhæðirnar teknar meS áhlaupi og í lok júní fór prússneski her-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.