Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 31
ANDVARI
ÓLAFUR THORS
29
Þegar fyrrv. forsætisráðherra, Hermann Jónasson, ritaði formanni Sjálf-
stæSisflokhsins bréf, dags. 15. apríl síSastl., og tjáSi honum, aS ráSherrar Fram-
sóknarflokksins mundu fara úr ríkisstjórninni, ef felld yrSi tillaga sú til rök-
studdrar dagskrár, sem Framsóknarflokkurinn mundi bera fram til stöSvunar
stjórnarskrármálsins viS 2. umræSu þess máls, og þegar sýnt var, aS stjórnar-
skrárbreytingin átti svo mikiS þingfylgi, aS dagskrá þessi hlaut aS falla, var hafizt
handa um undirbúning þess, aS mynduð yrSi ríkisstjórn, sem fylgt gæti fram
stjórnarskrárbreytingunni og fariS meS önnur mál, er fyrir liggja.
Var þá sérstaklega um tvær leiSir að ræða:
Að mynduð yrði samsteypustjórn einhverra þeirra flokka, er að málinu
stóðu, eSa aS fjölmennasti flokkurinn, SjálfstæSisflokkurinn, myndaði einn stjóm.
Sjálfstæðisflokkurinn kaus síðari kostinn í því trausti, að innan þingsins
sé og muni verða nægilega mikið fylgi við stjórnarskrárbreytinguna, til þess að
afstýra vantrausti á þá ríkisstjórn, sem mynduð er til þess að fylgja þessu máli
fram til fullnaðarsamþykktar.
Stjóm sú, er nú tekur við völdum, er stjóm Sjálfstæðisflokksins í þeim
skilningi, að hana skipa eingöngu Sjálfstæðismenn. Hins vegar hefur hún ekki
þá aðstöðu flokksstjórnar að vera bær urn að framkvæma þau stefnu- og hug-
sjónamál Sjálfstæðisflokksins, sem ekki njóta stuðnings annarra flokka, þar eð
Sjálfstæðismenn eru nú sem kunnugt er aðeins 16 á þingi, af alls 47 mönnum,
er nú eiga þar sæti.
Fllutverk stjómarinnar verður því fyrst og fremst það tvennt, að sjá far-
borða máli því, er stjórnarskiptum hefur valdið -— stjómarskrármálinu —, og
að inna af hendi það höfuSverkefni undanfarinna ríkisstjóma að verja þjóðina
gegn áföllum á þessum einstæðu og örðugu tímum, framfylgja lögum og ann-
ast daglega afgreiðslu þeirra mála, er á hverjum tíma koma til úrskurðar og
framkvæmda sérhverrar ríkisstjórnar.
Ríkisstjórnin mun samkvæmt eðli málsins ekki telja sig bæra um að taka
upp eða fylgja fram nýjum ágreiningsmálum, meðan stjómarskrármálið er til
meðferðar, nema hún telji óumflýjanlega þjóðarnauðsyn til bera.
Þegar stjómarskrármálið hefur náð samþykki þess Alþingis, er nú situr,
mun þing tafarlaust verða rofið, svo sem 75. gr. stjórnarskrárinnar mælir fyrir
um, og stofnað til kosninga svo fljótt sem auðið er, væntanlega í júnílok eða
byrjun júlímánaSar næstkomandi. Hið nýja þing mun síðan kvatt saman svo
fljótt á þessu sumri sem kostur er á. Mun stjómarskrárbreyting verða lögð fyrir
það þing á ný, og verði hún þá samþykkt þar, verður það þing aS sjálfsögðu
rofið og stofnað til nýrra kosninga, væntanlega á næsta hausti, eftir ákvæðum
hinnar nýju stjómarskrár.