Andvari - 01.06.1966, Síða 88
86
SVERRIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
eírðarlausa athafnasemi þýzku lágstétt-
anna á næstu mánuðum, á götum úti og
á mannfundum, í blöðum og flugritum,
veldur því, að hin menntaða borgarastétt
Þýzkalands tekur að óttast afleiðingar
róttækrar byltingar, hún veit ekki hvað
upp kann að koma, ef plógjárn byltingar-
innar ristir svörðinn dýpra. Hún gerist
deigari í kröfum, aðhæfir stefnu sína
hagsmunum og sjónarmiðum hinna
gömlu valdhafa, leitar jafnvel aðstoðar
þeirra til þess að halda í skefjum þeim
lýð, sem byltingin hefur ýtt út á framsvið
leikvangsins. 1 þessum efnum birtist
veila þýzku byltingarinnar, hálfvelgjan og
hálfleikinn, sem varð henni að lokum að
fjörtjóni, er hún stóð frammi fyrir and-
stæðingum, sem einskis svifust þegar um
var að tefla pólitíska og efnahagslega til-
veru þeirra.
Þegar litið er á rás þýzku byltingar-
innar, þá vekur það mesta furðu, hve
fyrstu sigrar hennar voru auðunnir, hve
góðfúslega 34 þjóðhöfðingjar af guðs náð
afsöluðu sér einveldi og gengu að öllum
kröfum byltingarmanna. Þessir furstar
sem árum saman höfðu ofsótt og hundelt
hvern vesælan stúdent, er gerðist svo
djarfur að bera þá fánaliti, sem voru tákn
hins frjálsa og sameinaða föðurlands, báru
nú sjálfir þessa liti með höfðinglegu stolti.
A þeirri stundu voru engir þýzkari en þeir,
fáir frjálslyndari. Damals lagen wir alle
auf dem Bauche — þá lágum við allir
hundflatir, sagði Friðrik Vilhjálmur IV.
þegar byltingin var um garð gengin, er
hann lýsti hegðun sjálfs sín og stéttar-
bræðra sinna á byltingarárunum.
Áður en marzmánuður var liðinn hafði
byltingin sigrað í öllum ríkjum Þýzka-
lands í fyrstu lotu og á yfirborðinu. Þá
hafði verið gengið að hinum svokölluðu
marzkröfum, sem fóru allar fram á prent-
frelsi, kviðdóma, hervæðingu fólksins og
alþýzkt þing. Hið sögulega drama þýzku
byltingarinnar gerðist síðan í þremur
höfuðþáttum: einn þátturinn fer fram í
Frankfurt am Main, annar í Vín, sá
þriðji í Berlín.
I Frankfurt am Main settist þýzki
þjóðfundurinn á rökstóla 18. maí, kosinn
almennum kosningum, fullvalda löggjaf-
arstofnun, sem hafði raunar engan annan
réttargrundvöll en byltinguna sjálfa. Þar
sat enn hið gamla Sambandsþing Þýzka
ríkjabandalagsins og reyndi þótt gamalt
væri og stirt að stíga dansinn eftir hljóm-
sprota byltingarinnar. Hinn 12. júlí lagði
Sambandsþingið niður völd, og Þjóðfund-
inn sat einn eftir í hinni gömlu ríkisborg
með löggjafarvaldi yfir öllu Þýzkalandi í
hendi sér. Þjóðfundurinn útnefnir fram-
kvæmdarvakþ gerir Jóhann erkihertoga
af Austurríki að ríkisstjóra, en hann skip-
aði síðan ráðherra í ríkisstjórn, er báru
ábyrgð fyrir Þjóðfundinum. Á þessum
Þjóðfundi voru á fimmta hundrað þing-
fulltrúar, þar á meðal eitt hundrað pró-
fessorar. Án efa mun vera leitun á lög-
gjafarsamkomu í allri sögunni, þar sem
saman var komið slíkt andríki og lærdómur
og í Pálskirkjunni í Frankfurt, og aldrei
hafa lengri og vísindalegri rökræður verið
háðar en þar. Aðalverkefni Þjóðfundar-
ins var að sjálfsögðu að semja stjórnar-
skrá handa þýzka ríkinu og lögfesta þau
mannréttindi, er þegnar þess skyldu njóta.
í lok marzmánaðar 1849 höfðu hinir
lærðu herrar Þjóðfundarins loks komizt
að endanlegri niðurstöðu um stjómarskrá
hins þýzka ríkis: samkvæmt henni skyldu
hin einstöku þýzku ríki ekki afnumin,
hcldur eiga fulltrúa í efri deild ríkis-
þingsins, en til neðri deildar þess skyldi
kosið almennum kosningarrétti. Þjóðhöfð-
ingi þessa ríkis skyldi bera keisaranafn,
og þjóðfundurinn samþykkti að bjóða
Friðriki Vilhjálmi IV. keisarakórónuna,