Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 115
ANDVARI
SNEMMA BEYGIST KRÓKURINN . . .
113
svo raunar alla ævi, að utanaSkomandi
áhrif, svo sem gleði, sorg eða lestur stór-
brotinna bókmenntaverka orkuðu sterkt
á þennan andans jöfur og komu því róti
á sálarlíf hans, að fram spruttu sum feg-
urstu og stórbrotnustu ljóð hans.
Um bernsku sína og bræður farast
Matthíasi svo orð m. a. í sjálfsævisög-
unni:
„Við vorum lengst af saman þrir bræð-
urnir, binir elztu sem lifðu: Eggert,
Magnús og ég. Næstur okkur var Ari;
bann ólst upp á Kollabúðum, næsta bæ,
og var þó oftlega með okkur. Hinir, Einar,
Sæmundur og Samúel, voru yngri. Þeir
elztu tveir, og svo Ari, voru töluvert
fljótari á légg og lagaðri til vinnu en ég,
en helzt til snemma var þeim of mikiÖ
ætlað, eftir kröftum, og mun það hafa
kippt þroska og fjöri úr hinum elzta að
minnsta kosti. Um okkur alla fjóra var
snemma sagt, að við værum næmir og
liðlegir og efni í skáld."
Urn fyrstu tilraun þeirra bræðra til
vísnagerðar farast honum svo orð:
„Því miður magnaðist snemma hjá
okkur óstýrilætið, ekki sízt leiÖangrar
okkar og einfarir út um holt og heiðar,
um fjörur, fjall og skóga.---------------
Aldrei heyrði ég þess út í frá getið, að
við þættum ódælli en önnur börn, en
hitt sögðu okkur karlar og konur í ná-
grenninu, og það oft óbeðið, að við
værum tilvaldir piltar og meir en vel af
guði gerðir. En að við værum í sannleika
heldur ódælir, dettur mér ekki í hug að
neita og gæti ég sannað það með nægum
dæmum, ef mér virtist það miklu skipta.
Til dæmis um léttúð okkar er okkar fyrsta
baga, er svo hljóðar:
Týndum gjörð — brutum stein —
stefndum upp að „Steini" —- strukum
upp í dal. Átti stakan að telja upp afrek
dagsins: aÖ við týndum reiðgjörð og brut-
um hverfistein o. s. frv.“
Ekki er hægt að segja, að þessi fyrsta
baga þeirra bræðra, sem Matthías hefur
eflaust átt einhvern þátt í, gefi mikil fyrir-
heit um þau stórvirki, er hann síÖar átti
eftir að inna af höndum á sviði bókmennt-
anna. En „villimannalíf" ungu drengj-
anna frá Skógum hefur eflaust haft sína
góðu kosti, enda segir Matthías: „Aldrei
námum við mcira á fám misserum en þá,
og aldrei fundum við fróðari og betri
fósturmóður en hina heilögu, máttugu
mannkynsmóður, Náttúruna." ■— í þess-
um máttuga skóla náttúrunnar hafa
þau frjókorn sennilega fest rætur í næmri
barnssál, er síÖar áttu eftir að bera mest-
an og fegurstan ávöxt í stórbrotnustu
ættjarÖarkvæÖum þjóðskáldsins frá Skóg-
um í Þorskafirði.
XI
Laust eftir miðja 19. öld var fátækur,
föðurlaus drengur að hrekjast úr einni
vist í aðra meðal vandalausra norður í
Axarfirði. Lífskjör hans voru, eins og
annarra fátækra barna á þeim tímum,
þrotlaust strit fyrir brýnustu lífsnauð-
synjum, enginn möguleiki virtist til skóla-
göngu og þeirrar menntunar, sem hug-
urinn stóð helzt til. Framtíðin virtist ekki
fela í sér önnur fyrirheit en vinnu-
mennsku hjá misjöfnum húsbændum
næstu árin, eða þar til við tæki búhokur
hans sjálfs á einhverju afdalakoti. En ein
var sú gáfa, sem þessum unga, umkomu-
lausa dreng var gefin í ríkum mæli. Það
var skáldgáfan. Sú náðargáfa átti síðar
eftir að vekja athygli ýmissa mætra manna
á honum og greiða götu hans til auk-
innar menntunar og frekari frama.
Drengur sá, sem hér um ræðir, hét
Kristján Jónsson, síðar kunnastur undir
nafninu Kristján Fjallaskáld, því að á
Hólsfjöllum dvaldist hann um árabil,
áður en hann fór suður í skóla, 1863.
Kristján var mjög bráðþroska og hefur
8