Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 32
30
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVARI
Þá er það vilji stjórnarinnar, að skipuð verði milliþinganefnd, er semji
frumvarp til laga að nýrri stjómarskrárbreytingu, og gefist þá Alþingi kostur
á að ganga endanlega frá sjálfstæðismálum þjóðarinnar í samræmi við áður
gefnar yfirlýsingar Alþingis í þeim efnum, þannig að stofnað verði lýðveldi á
íslandi."
í framhaldi þessa fóru fram tvennar alþingiskosningar á árinu 1942. Við
hinar fyrri hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 39.5% atkvæða og 17 þingmenn kosna,
Framsóknarflokkurinn 27.6% atkvæða og 20 þingmenn kosna, Sósíalistaflokk-
urinn 16.2% og 6 þingmenn kosna og Alþýðuflokkurinn 15.4% og 6 þingmenn
kosna. Þjóðveldismenn fengu 1.1% og Frjálslyndir vinstri menn 0.2%, og hvor-
ugir nokkurn þingmann kosinn. I haustkosningunum hlaut Sjálfstæðisflokkur-
inn 38.5% atkvæða og 20 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 26.6% og 15 þing-
menn, Sósíalistaflokkurinn 18.5% og 10 þingmenn, Alþýðuflokkurinn 14.2%
og 7 þingmenn, Þjóðveldisflokkurinn 2.2% og engan þingmann.
Sumarið 1942 gerðist það, að Árni Jónsson frá Múla, skólabróðir Olafs og
fornvinur, varð viðskila við Sjálfstæðisflokkinn. Árni hafði verið þingmaður
árin 1937—1942 og taldi sig öruggan um að hljóta þingsæti í annarri hvorri
Múlasýslu eftir að hlutfallskosningar í tvímenningskjördæmum hefðu verið lög-
leiddar. Kosningaúrslitin um sumarið, þegar Árni bauð sig fram í Suður-Múla-
sýslu, sýndu hins vegar, að þetta var mjög á mörkum. Auk þess sótti Ámi
fast eftir stöðu, sem ráðherrar flokksins töldu sér ekki fært að veita honum. Af
öllu þessu blossaði upp þykkja í þeirra garð. Ámi hætti við framboð á Austur-
landi og sótti eftir því að komast á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við
haustkosningarnar. Þegar hann reyndist ekki hafa fylgi í kjörnefnd flokksfélag-
anna þar, hvarf hann í lið með hinum svokölluðu Þjóðveldismönnum, sem boðið
höfðu fram þá um vorið. Ekki hafði þetta verulega stjórnmálaþýðingu, en varð
öllum aðilum til leiðinda eins og verða vill, þegar ósátt kemur upp milli þeirra,
sem lengi hafa unnið saman.
Þetta sumar, 1942, varð Ólafi Thors að ýmsu leyti örðugt. Þar sem ófrið-
urinn dróst á langinn hafði í meginatriðum náðst samkomulag um að nota
nauðsynlegt þinghald um sumarið 1942 og seinni kosningar, sem leiddu af
kjördæmabreytingunni, til þess að lögfesta með stjómarskrárbreytingu lýðveldis-
stofnun. En þá blönduðu Bandaríkjamenn sér í málið, og varð það úr, eftir
að orðsendingar höfðu farið á milli og viðræður átt sér stað, að endanlegar ákvarð-
anir um lýðveldisstofnun skyldu ekki gerðar fyrr en eftir árslok 1943, þegar
einhliða uppsögn sambandslaganna var heimil samkvæmt ákvæðum þeirra
sjálfra. Jafnframt var þá gerð önnur breyting á stjórnarskránni, sem staðfest
var 16. desember 1942, og var það síðasta stjórnarathöfn Ólafs Thors að því sinni.