Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 28
26
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVARI
samvinnunnar skyldi ganga, varð samstarf þeirra í stjóminni með ágætum, og
innan þingflokksins eyddist brátt ágreiningur, sem uppi hafði verið þá um
veturinn og fram eftir vori.
Af starfsmönnum Stjómarráðsins hafði Ólafur þegar á þessu tímabili nán-
ast samstarf við Gunnlaug Briem, sem þá var fulltrúi og varð síðar ráðuneytis-
stjóri. Að öllum öðrum ólöstuðum má fullyrða að Ólafur hafði á honum mestar
mætur allra Stjómarráðsmanna.
Um þessar mundir var flestum ljóst, að við’búið væri, að til nýrrar stórstyrj-
aldar mundi draga. Hugur hinnar nýju stjómar beindist þvi skjótt að því, hvem
viðbúnað væri unnt að hafa og þá einkurn að öflun nauðsynlegra vörubirgða.
Styrjöldin brauzt út í september um haustið. Skömmu síðar var send samn-
inganefnd til Bretlands til að semja um viðskipti við brezku stjómina. Sveinn
Bjömsson var einn samningamanna og eftir orðum, sem brezkir ráðamenn böfðu
látið falla við hann, fengu menn hugboð urn, að Englendingar byggjust allt eins
við því, að Danmörk kynni að verða hernumin og hefðu þá áhuga á því, hvað
um ísland yrði. Af þeim sökum var íslenzka ríkisstjórnin ekki með öllu óviðbúin
þeim atburðum, sem gerðust í Danmörku hinn 9. apríl 1940. Átti Ólafur Thors
ekki sízt þátt í, að til þess undirbúnings var efnt. Menn vonuðu, að flutningur
hins æðsta valds inn í landið rnundi ásamt hlutleysisyfirlýsingunni frá 1918 end-
ast til þess, að hlífa landinu við hingaðkomu Breta. En bardagarnir um Noreg
gengu þeim, gagnstætt flestra ætlun í fyrstu, mjög í óhag og þótti mönnum
þess vegna ekki ólíklegt, að ófriðurinn færðist norður í höf. Ríkisstjómin og
trúnaðarmönnum hennar kom það því ekki á óvart, þegar Bretar stigu hér á land
10. maí 1940. Engu að síður voru þeir engir aufúsgestir, og varð ríkisstjórnin
sammála um formleg mótmæli gegn hingaðkomu þeirra.
Brezkur maður, sem var í fylgd með brezka sendiherranum, þegar hann gekk
á fund ríkisstjómarinnar þann sama dag, hefur sagt frá því, að mjög hafi móttök-
urnar verið kuldalegar þangað til Ólafur Thors hafi kveðið upp úr með það, að
enda þótt við hlytum að mótmæla hemámi Breta á landinu, þá mættu þeir
engu að síður vita, að íslendingar væm fegnir, að það væru Bretar en ekki þýzkir
nazistar, sem á undan hefðu orðið hingað. Þetta var innileg sannfæring Ólafs,
og mótaði hún öll afskipti hans af þessum málum. En einmitt þess vegna var hon-
um hægara en sumurn öðmm að koma málum sínum fram við yfirmenn hernáms-
liðsins. Þeir ætluðu t. d. öðru hverju að setja óeðlilegar hömlur á siglingar og
fiskveiðar, og tókst Ólafi þá með auðsærri góðvild í þeirra garð, samfara einurð
og lipurð í málflutningi, að fá viðhlítandi lausn. Verður seint metið það gagn,
sem Ólafur vann landsmönnum með þessu.
Ólafur var eindregið fylgjandi því, að samið yrði við Bandaríkjamenn um