Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 28

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 28
26 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVARI samvinnunnar skyldi ganga, varð samstarf þeirra í stjóminni með ágætum, og innan þingflokksins eyddist brátt ágreiningur, sem uppi hafði verið þá um veturinn og fram eftir vori. Af starfsmönnum Stjómarráðsins hafði Ólafur þegar á þessu tímabili nán- ast samstarf við Gunnlaug Briem, sem þá var fulltrúi og varð síðar ráðuneytis- stjóri. Að öllum öðrum ólöstuðum má fullyrða að Ólafur hafði á honum mestar mætur allra Stjómarráðsmanna. Um þessar mundir var flestum ljóst, að við’búið væri, að til nýrrar stórstyrj- aldar mundi draga. Hugur hinnar nýju stjómar beindist þvi skjótt að því, hvem viðbúnað væri unnt að hafa og þá einkurn að öflun nauðsynlegra vörubirgða. Styrjöldin brauzt út í september um haustið. Skömmu síðar var send samn- inganefnd til Bretlands til að semja um viðskipti við brezku stjómina. Sveinn Bjömsson var einn samningamanna og eftir orðum, sem brezkir ráðamenn böfðu látið falla við hann, fengu menn hugboð urn, að Englendingar byggjust allt eins við því, að Danmörk kynni að verða hernumin og hefðu þá áhuga á því, hvað um ísland yrði. Af þeim sökum var íslenzka ríkisstjórnin ekki með öllu óviðbúin þeim atburðum, sem gerðust í Danmörku hinn 9. apríl 1940. Átti Ólafur Thors ekki sízt þátt í, að til þess undirbúnings var efnt. Menn vonuðu, að flutningur hins æðsta valds inn í landið rnundi ásamt hlutleysisyfirlýsingunni frá 1918 end- ast til þess, að hlífa landinu við hingaðkomu Breta. En bardagarnir um Noreg gengu þeim, gagnstætt flestra ætlun í fyrstu, mjög í óhag og þótti mönnum þess vegna ekki ólíklegt, að ófriðurinn færðist norður í höf. Ríkisstjómin og trúnaðarmönnum hennar kom það því ekki á óvart, þegar Bretar stigu hér á land 10. maí 1940. Engu að síður voru þeir engir aufúsgestir, og varð ríkisstjórnin sammála um formleg mótmæli gegn hingaðkomu þeirra. Brezkur maður, sem var í fylgd með brezka sendiherranum, þegar hann gekk á fund ríkisstjómarinnar þann sama dag, hefur sagt frá því, að mjög hafi móttök- urnar verið kuldalegar þangað til Ólafur Thors hafi kveðið upp úr með það, að enda þótt við hlytum að mótmæla hemámi Breta á landinu, þá mættu þeir engu að síður vita, að íslendingar væm fegnir, að það væru Bretar en ekki þýzkir nazistar, sem á undan hefðu orðið hingað. Þetta var innileg sannfæring Ólafs, og mótaði hún öll afskipti hans af þessum málum. En einmitt þess vegna var hon- um hægara en sumurn öðmm að koma málum sínum fram við yfirmenn hernáms- liðsins. Þeir ætluðu t. d. öðru hverju að setja óeðlilegar hömlur á siglingar og fiskveiðar, og tókst Ólafi þá með auðsærri góðvild í þeirra garð, samfara einurð og lipurð í málflutningi, að fá viðhlítandi lausn. Verður seint metið það gagn, sem Ólafur vann landsmönnum með þessu. Ólafur var eindregið fylgjandi því, að samið yrði við Bandaríkjamenn um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.