Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 17

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 17
ANDVARI ÓLAFUR THORS 15 Þá um vorið fór fram landslcjör þriggja þingmanna og hlaut Sjálfstæðis- flokkurinn tvo kjöma og 48,3% atkvæða, Framsóknarflokkurinn einn kjörinn og 31,4%, Alþýðuflokkurinn engan en 20,3% atkvæða. Fyrir þær kosningar fóru þeir til fundahalda á Austfjörðum, annars vegar Jónas Jónsson ásamt Haraldi Guðmundssyni og hins vegar Olafur Thors og Magnús Jónsson. Jónas hafði sem dómsmálaráðherra varðskip til afnota en neitaði slíkum „landhelgisbrjót" sem Ólafi unr far. Ólafur fór því á smábát á milli fjarða. Eitt sinn þegar veður hvessti, blíðkaðist hugur Jónasar og i_-mð hann Ólafi upp í varðskipið, en því boði var umsvifalaust hafnað. A þingi 1931 kom fram ber ágreiningur milli Alþýðuflokks og Framsóknar. Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn sömdu þá um stjórnarskrárbreytingu, til að greiða fyrir nýrri kjördæmaskipan, og var flutt vantrauststillaga á ríkis- stjórnina af hálfu Sjálfstæðismanna. Áður en kæmi til umræðu hennar rauf ríkisstjómin hins vegar þing, og varð þegar í stað hinn mesti ágreiningur um lögmæti þeirrar ráðstöfunar. Einar Arnórsson prófessor hafði skömmu áður skrifað fræðigrein, þar sem fram kom, að þegar svo á stæði á sem hér, væri þing- rof óheimilt. Vai nú óspart til þess vitnað. Munaði þá litlu, að stjórnarand- stæðingar létu hendur skipta, notuðu sér andúð Reykvíkinga á tiltektum Fram- sóknarmanna og héldu Alþingi áfram þrátt fyrir þingrofið. Ólafur Thors vitnaði stundum síðar til þess, að þá hefði það ekki sízt verið sannfæringarkraftur Jakobs Möllers, sem úrslitum hefði ráðið. Hann hefði sýnt fram á með óyggjandi rökum, hvílíkt flan það væri að gera nokkuð ólöglegt, hvað þá það, sem jafna mætti við uppreisn, jafnvel þó að ögmn af hálfu ríkisstjórnarinnar væri ærin. Hófst nú hin harðasta kosningahríð, og átti Ólafur Thors víða í höggi við Tryggva Þórhallsson. Ólafur taldi málefnastöðu sína mjög sterka og deildi á ríkisstjórnina fyrir flestar hennar athafnir. Tryggvi svaraði með því einu, að nú ættu bændur að kveða á um það, hvort svipta ætti þá völdum í landinu eða ekki. Niðurstaðan varð sú, að Framsóknarflokkurinn fékk 35,9% atkvæða og 21 þing- mann af þeim 36, sem kjömir vom, og hafði hann því 23 þingmenn af 42 alls. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 43,8% og 12 þingmenn kjöma, hafði 3 landskjöma og því 15 þingmenn alls, Alþýðuflokkurinn fékk 16,1% og 3 þingmenn kjörna, hafði 1 áður og því 4 þingmenn alls, Kommúnistaflokkurinn fékk 3% og engan kjörinn. Utan flokka vom 1,2%. Þrátt fyrir þennan sigur skorti Framsóknarflokkinn meirihluta í efri deild og gat þess vegna hvorki fengiÖ samþykkt fjárlög, því að þá þurfti samþykki beggja deilda á þeim, né aðra nauÖsynlega löggjöf. Þetta varð til þess, að stjórn Framsóknarflokksins, en hana skipuÖu eftir kosningar 1931 þeir Tryggvi Þór- hallsson, Jónas Jónsson og Ásgeir Ásgeirsson, neyddist til að segja af sér vorið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.