Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 105

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 105
ANDVARI BLÓÐ OG JÁRN FYRIR EINNI ÖLD 103 þessu rétta hinni borgaralegu stjórnar- andstöðu sáttarhönd. En hönd hans var klædd járnglófa og hann náði slíku taki á borgaralegu frjálslyndi Þýzkalands, að það fékk aldrei losað sig úr krumlu hans. Þegar fulltrúadeild Landsþingsins veitti Prússakonungi aflát eftir sigurinn hjá Königgratz viðurkenndi hún sjálf póli- tískan ósigur sinn. Bismarck gaf borgara- stéttinni þær sárabætur að framkvæma höfuðverkefni byltingar sjálfrar hennar að stnum hætti, hætti hins prússneska junkara. Ungur hafði Bismarck kallað þýzku borgarana skraddara. Þegar lífs- hlaup hans var á enda runnið voru þessir skraddarar orðnir að einhverri auðugustu og þóttamestu borgarastétt Evrópu, og sjálf bar hún þá nokkurn keim af þeim junkara, er hafði sameinað handa henni Þýzkaland. Því framar öllum öðrum stétt- um nutu borgararnir ávaxtanna af því sögulega afreki, er Bismarck vann. I upphafi þessa máls var drepið á örlögin í sögu Þýzkalands. Um það verð- ur ekki deilt, að Bismarck varð þýzku þjóðinni mikill örlagavaldur og enn í dag ber hún merki fingrafara hans. En sjálfur var Bismarck háður sögulegum örlögum — kannski í ríkara mæli en nokkur annar stjórnmálamaður Evrópu honum samtíða. Hann hóf pólitískan feril sinn með því að ganga fram fyrir skjöldu og verja prússneska fortíð, lénska miðaldahætti riddaragóssanna, fríðindi aðals í ríki og þjóðfélagi, og sameiginlegt tákn alls þessa: konungsvald Prússlands. Og hann hjó í hið sama far, er hann fékk tekið þátt í leiknum búinn því valdi er ráðherradómur og kanslaraembætti veittu honum. En þær sögulegu dáðir er hann drýgði fóru allar á einn veg: að alefla og örva vöxt og viðgang borgaralegs þjóðfélags og borgaralegra lífshátta, sem honum var í nöp við allt til enda, voru honum persónulega framandi og jafnvel fjandsamlegur heimur. Um þetta fékk hann engu ráðið: hann hafði að vísu náð handfesti á klæðafaldi þess drottins, er sögunni stjórnar, en síðan réð Bismarck ekki förinni. Og þegar ríki Bismarcks, Annað ríkið í sögu Þýzkalands, brotnaði í spón í lok styrjaldar og í upphafi bylt- ingar 1918, sökk dýrð furstanna, kon- unganna og keisarans sjálfs í djúpið, en uppi stóð Þýzkaland borgarastéttarinnar. í ljósi þessa er stjórnmálasaga Bismarcks, hins ofstækisfulla junkara, sem varð ein- hver mesti byltingarmaður í sögu Þýzka- lands, þótt hann bæri gagnbyltingu stétt- ar sinnar í hjarta sér, bæði heillandi og forvitnileg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.