Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 16

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 16
14 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVABl stjóraveitinguna, er hann sjálfur fór í íslandsbanka eftir stjómarskiptin 1924, en fyrir þá stöðuveitingu var honum æ síðan mjög legið á hálsi af ýmsum. Hvað sem um það er, þá er víst, að Ólafur Thors hafði öðmm fremur milligöngu um það 1929, að þessir tveir flokkar vom sameinaðir. Var það gert með sameiginlegri yfirlýsingu þingmanna íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins hinn 25. maí 1929. Var þá lýst yfir því, að aðalstefnumál flokksins væru þessi: 1. Að vinna að því og undirbúa það, að ísland taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina, jafnskjótt og 25 ára samningstímabil sambandslaganna er á enda. 2. Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum. 1 miðstjóm hins nýja flokks, sem nefndist Sjálfstæðisflokkur, og stýra skyldi málefnum flokksins milli þinga, voru þessir sjö menn: Jakob Möller, Jón Ólafs- son, Jón Þorláksson, Magnús Guðmundsson, Magnús Jónsson, Ólafur Thors og Sigurði Eggerz. Innan miðstjórnar skyldi starfa þriggja manna framkvæmda- ráð skipað Jóni Þorlákssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Sigurði Eggerz. For- maður flokksins varð Jón Þorláksson. Á næsta Alþingi hörðnuðu enn átök, ekki sízt þegar ríkisstjórnin knúði fram lokun íslandsbanka. Þeim hörðu deilum lyktaði svo, að nokkur hluti Fram- sóknarflokksins sameinaðist Sjálfstæðisflokknum um að endurreisa bankann, að vísu undir nýju nafni, Utvegsbankinn h.f., og varð það til þess, að málið leystist með þeim hætti, er Sjálfstæðismenn töldu sæmilega vel við unandi. í öllu því samningamakki, sem til þessarar lausnar leiddi, munu ýmsir hafa komið við sögu, en engir þó fremur en þeir Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Thors, hvor af hálfu síns flokks, þó að Jón Þorláksson væri hinn formlegi umboðsmaður flokksins. Um þá hörku, sem í stjómmálunum var á þessum ámm, er þess að gæta, að hún spratt ekki eingöngu, og e. t. v. ekki fyrst og fremst af ágreiningi um einstök löggjafarmálefni, þó að um þau væri hart deilt, heldur var öllu fremur deilt um margar stjórnarframkvæmdir. Óneitanlega voru ýmsar þeirra harla nýstár- legar og þannig hagað, að líklegar voru til að valda ágreiningi. Átti þetta ekki sízt við um ýmsar framkvæmdir dómsmálaráðherrans, Jónasar Jónssonar, og dró ekki úr heift, þegar dr. Helgi Tómasson, læknir á Kleppi, gaf honum sjúk- dómsaðvörun í febrúar-mánuði 1930. Sú aðvömn var í góðri trú gerð, en Jónas hélt þannig á málum, að til samúðar honum snerist. Styrkti hann með því stöðu sína innan flokksins, en sumum hafði þótt hún vera að veikjast þangað til þetta bar að. Síðar um vorið vék Jónas svo dr. Helga fyrirvaralaust frá embætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.