Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 12

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 12
10 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVARI lifðu. Því meira gaman hafði Ólafur af þessu sem Pétur Halldórsson sagði honum, að fyrstu kynni þeirra Jóns hefðu verið þessi: Þegar Jón var í bæjarstjóm, fór Pétur einhverju sinni á fund hans á vegum góðtemplara til að biðja hann um að styðja eitthvert áhugamál þeirra. Hann hlustaði þegjandi á Pétur. Þegar hann hafði lokið máli sínu leit Jón á hann og sagði: „Eg skal segja yður það, Pétur Halldórsson, að ég læt bara aldrei róa í mér.“ Þar með var því samtali lokið. Snemma árs 1921 voru aukakosningar til Alþingis háðar hér í Reykjavík. Þingmönnum hér hafði verið fjölgað um tvo og eitt þingsæti losnað, vegna þess að Sveinn Björnsson hafði verið skipaður sendiherra í Kaupmannahöfn. Þess vegna átti að kjósa þrjá þingmenn og í fyrsta skipti hlutfallskosningu. Flokkaskipting var þá enn óljós, gömlu flokkarnir, Heimastjómarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gamli, voru í upplausn, en Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur í bemsku. Sjálfstæðismenn greindust í tvennt, Þversum og Langsum, svo sem kallað var. Alþýðuflokksmenn og Þversummenn unnu þá stundum saman við kosningar, eins og að kjöri Jörundar Brynjólfssonar til Alþingis 1916 og kjöri Þórðar Sveinssonar læknis á Kleppi í bæjarstjórn 1920; komust þeir báðir að. En þegar þessir sömu flokkar á árinu 1920 studdu Sigurð Eggerz til borgarstjóraframboðs gegn Knud Zimsen, féll Sigurður eftir harða kosninga- hríð. Langsummenn vom meira á reiki, og munu þó þá þegar flestir þeirra hafa hneigzt til borgaralegrar samvinnu. Aðalforvígismaður þeirra í Reykjavík, Jakob Möller, studdi þó bæði Þórð Sveinsson og Sigurð Eggerz í kosningunum 1920, og hafði sjálfur fellt Jón Magnússon við þingkosningar 1919, en án atbeina Alþýðuflokksins, sem hafði sína eigin frambjóðendur. Flokkaglund- roðinn kom glögglega fram í kosningunum 1921, því að þá voru boðnir fram fjórir listar: A-listi Alþýðuflokksins með Jón Baldvinsson efstan. B-listi Heima- stjórnarmanna með Jón Þorláksson efstan. C-listi Langsum-manna og klofnings úr Heimastjórn með Magnús Jónsson efstan. D-listi Þversum-manna með Þórð Sveinsson á Kleppi efstan. Á lista Jóns Þorlákssonar vom auk hans Einar H. Kvaran og í neðsta sæti Ólafur Thors. Úrslit urðu þau, að kosnir voru Jón Baldvinsson, Jón Þorláks- son og Magnús Jónsson. Þetta voru fyrstu almennu kosningamar, sem Ólafur Thors bauð sig fram við, og hafði hann að sjálfsögðu enga von um kosningu sem neðsti maður listans. Eins og á stóð varð að skoða Einar LI. Kvaran og hann efstu meðmælendur Jóns Þorlákssonar. Engu að síður vakti Ólafur þá þegar athygli jafnt ungra sem gamalla með gjörvileik sínum, hiklausum fullyrðingum og rösklegri framkomu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.