Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1966, Page 50

Andvari - 01.06.1966, Page 50
48 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVARl önnur málefni, er minni þýðingu höfðu. Ólafur greindi frá stjómarmyndun- inni í útvarpsræðu, sem hann hélt að kvöldi hins 11. september. Þá sagði hann m. a.: „Stjórnarflokkamir hafa gert með sér samning, sem greinir meginstefnu stíómarinnar og kveður ennfremur á urn framkvæmd nokkurra höfuðmála, sem ríkisstjórnin mun beita sér fyrir á næstunni. Samningurinn er á þessa leið: Það er höfuðstefna ríkisstjórnarinnar, að tryggja landsmönnum sem ör- uggasta og bezta afkomu. Til þess að því marki verði náð telur ríkisstjórnin nauðsynlegt, að sem mest frjálsræði ríki í viðskipta- og atvinnulífi þjóðarinnar, en skilyrði þess, að svo megi verða, er að tryggt verði jafnvægi í efnahagsmálum inn á við og út á við. Ríkisstjómin mun því beita sér fyrir hallalausum ríkisbúskap og fyrir því, að atvinnuvegirnir geti orðið reknir hallalaust þannig að þeir veiti næga atvinnu. Haldið mun verða áfram að vinna að framkvæmd framfaramála þeirra, sem fyrrverandi ríkisstjóm beitti sér fyrir og um einstök mál skal þetta tekið fram: 1. Lokið verði á næsta Alþingi endurskoðun skatta- og útsvarslaga, m. a. með það fyrir augum að lækka beina skatta og færa með því til leiðréttingar misræmi vegna verðlagsbreytinga og stuðla að aukinni söfnun sparifjár. 2. Hraðað verði byggingu orkuvera, dreifingu raforku og fjölgun smá- stöðva (einkastöðva) vegna byggðarlaga í sveit og við sjó, sem ekki hafa raf- magn eða búa við ófullnægjandi raforku, og unnið að lækkun raforkuverðs, þar sem það er hæst. Tryggt verði til þessara framkvæmda fjármagn, sem svarar 25 milljónum króna á ári að meðaltali næstu ár. í þessu skyni verði lögboðin árleg framlög af ríkisfé aukin um 5—7 milljónir króna og Rafmagnsveit- um ríkisins og Raforkusjóði tryggðar 100 milljón krónur að láni, og sitji það fyrir öðrum lánsútvegunum af hendi ríkisstjórnarinnar, að undanteknu láni til sementsverksmiðjunnar. Auk þess séu gerðar ráðstafanir til að hraða áfrarn- haldandi virkjun Sogsins. 3. Tryggt verði aukið fjármagn til íbúðabygginga í kaupstöðum, kaup- túnum og þorpum, lögð áherzla á að greiða fyrir byggingu íbúðarhúsa, sem nú eru í smíðum, og lagður grundvöllur að því að leysa þetta vandamál til frambúðar. 4. Því verði til vegar komið að framleiðendur sauðfjárafurða eigi kost á rekstrarlánum út á afurðir sínar fyrirfram snemma á framleiðsluárinu eftir hliðstæðum reglum og lánað er út á sjávarafurðir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.