Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 50
48
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVARl
önnur málefni, er minni þýðingu höfðu. Ólafur greindi frá stjómarmyndun-
inni í útvarpsræðu, sem hann hélt að kvöldi hins 11. september.
Þá sagði hann m. a.:
„Stjórnarflokkamir hafa gert með sér samning, sem greinir meginstefnu
stíómarinnar og kveður ennfremur á urn framkvæmd nokkurra höfuðmála, sem
ríkisstjórnin mun beita sér fyrir á næstunni. Samningurinn er á þessa leið:
Það er höfuðstefna ríkisstjórnarinnar, að tryggja landsmönnum sem ör-
uggasta og bezta afkomu.
Til þess að því marki verði náð telur ríkisstjórnin nauðsynlegt, að sem
mest frjálsræði ríki í viðskipta- og atvinnulífi þjóðarinnar, en skilyrði þess, að
svo megi verða, er að tryggt verði jafnvægi í efnahagsmálum inn á við og út
á við. Ríkisstjómin mun því beita sér fyrir hallalausum ríkisbúskap og fyrir
því, að atvinnuvegirnir geti orðið reknir hallalaust þannig að þeir veiti næga
atvinnu.
Haldið mun verða áfram að vinna að framkvæmd framfaramála þeirra,
sem fyrrverandi ríkisstjóm beitti sér fyrir og um einstök mál skal þetta tekið
fram:
1. Lokið verði á næsta Alþingi endurskoðun skatta- og útsvarslaga, m. a.
með það fyrir augum að lækka beina skatta og færa með því til leiðréttingar
misræmi vegna verðlagsbreytinga og stuðla að aukinni söfnun sparifjár.
2. Hraðað verði byggingu orkuvera, dreifingu raforku og fjölgun smá-
stöðva (einkastöðva) vegna byggðarlaga í sveit og við sjó, sem ekki hafa raf-
magn eða búa við ófullnægjandi raforku, og unnið að lækkun raforkuverðs,
þar sem það er hæst. Tryggt verði til þessara framkvæmda fjármagn, sem svarar
25 milljónum króna á ári að meðaltali næstu ár. í þessu skyni verði lögboðin
árleg framlög af ríkisfé aukin um 5—7 milljónir króna og Rafmagnsveit-
um ríkisins og Raforkusjóði tryggðar 100 milljón krónur að láni, og sitji það
fyrir öðrum lánsútvegunum af hendi ríkisstjórnarinnar, að undanteknu láni
til sementsverksmiðjunnar. Auk þess séu gerðar ráðstafanir til að hraða áfrarn-
haldandi virkjun Sogsins.
3. Tryggt verði aukið fjármagn til íbúðabygginga í kaupstöðum, kaup-
túnum og þorpum, lögð áherzla á að greiða fyrir byggingu íbúðarhúsa, sem
nú eru í smíðum, og lagður grundvöllur að því að leysa þetta vandamál til
frambúðar.
4. Því verði til vegar komið að framleiðendur sauðfjárafurða eigi kost á
rekstrarlánum út á afurðir sínar fyrirfram snemma á framleiðsluárinu eftir
hliðstæðum reglum og lánað er út á sjávarafurðir.