Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 27
ANDVARI
ÓLAFUR THORS
25
þessum grundvelli, þó með því að gera þá samninga um vervdunarmálið, er nú
skal greina frá:
1. Innflutningshöftunum sé af létt jafnóSum og fjárhagur þjóSarinnar og
viSskiptaástandiS leyfir.
2. Þegar í staS verSi gefinn frjáls innflutningur á nokkrum nauSsynjavörum.
3. RáSherrar hafi gagnkvæman rétt til aS fylgjast meS öllu, er gerist hver í
annars ráðuneyti, og skulu fjármálaráðherra og viðskiptamálaráðherra alveg sér-
staklega hafa nána samvinnu.
Auk þessa hefir Sjálfstæðisflokkurinn falið ráðherrum sínum að gangast
fyrir því, aS tekm verði til endurskoðunar ýms atriði í löggjöf síðari ára og fram-
kvæmd þessarar löggjafar, þar á meðal, að svo fljótt sem auðið er verði endurskoð-
uð framkvæmdin á úthlutun innflutningsleyfanna og meðferð gjaldeyrisins.
Að Sjálfstæðisflokkurinn tók þessa ákvörðun, stafar fyrst og fremst af
því, aS honum er ljóst, hversu mikla þýðingu það hefir fyrir traustið á ríkis-
stjórninni inn á við, og þá ekki síður út á við, aS flokkurinn standi óskiptur
að henni.
Sjálfstæðisflokknum er ljóst, að það er eigi bjart yfir afkomuhorfum þjóðar-
innar nú, er hann tekur á herðar sér hluta af ábyrgðinni. Honum er einnig ljóst,
að það er eigi vandalaust verk að sameina foma andstæSinga til átakanna. Honum
er ljóst, að margir kjósendur flokksins ganga tregir til þessarar samvinnu, og
honum er ljóst, að brugðið getur til beggja vona um árangur.
SjálfstæSisflokkurinn mun gera sitt ýtrasta til að þessi samvinna megi takast
og leiða til sem mestrar farsældar fyrir íslenzku þjóðina. Mun flokkurinn í þeim
efnum ganga svo langt sem stefna hans og sannfæring frekast leyfir".
Gísli Sveinsson las þessa yfirlýsingu:
„Sá hluti Sjálfstæðisflokksins, sem hafði tjáð sig andvígan myndun sam-
stjómar þriggja flokka á þessu þingi, á þeirn grundvelli, er varS að niðurstöðu
í samkomulagsumleitunum þeim, sem fram fóru milli flokkanna, hefir eftir at-
vikum gengið inn á, að maður af hans hálfu taki sæti í ríkisstjóminni, í þeirri
von, að meS því mætti fremur takast að ráða bót á ýmsu því í stjómarfari lands-
ins, sem flokkurinn telur, að mjög aflaga hafi farið á undanförnum árum, enda
skoðar hann þessa stjómarmyndun sem tilraun, er hlýtur, ef hún mistekst, að
leiða til samvinnuslifa.“
í hinni nýju stjóm varð Ólafur Thors atvinnu- og samgöngumálaráðherra,
og vom þó öðmm fengin landbúnaðarmál, iðnaðarmál, verzlunarmál, sveita-
stjómarmál og tiyggingamál. Jakob Möller varð fjármálaráðherra aS undantekn-
unr bankamálum og gjaldeyrismálum, og ennfremur hafði hann með höndum
meðferð iðnaðamrála. Þó að þá Jakob og Ólaf greindi á um, hvort til stjórnar-