Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1966, Page 19

Andvari - 01.06.1966, Page 19
ANDVARI ÖLAFUR THORS 17 veg fyrir að verra hlytist af. Sumir lögregluþjónanna hafa aldrei beðið bætur þeirra meiðsla, sem þeir hlutu þann dag. Hermann Jónasson lögreglustjóri hafði fyrirfram valið hinn 9. nóvember til þess að kveða upp dóm í rnálinu gegn Magnúsi Guðmundssyni dómsmálaráð- lierra. Hermann var einnig bæjarfulltrúi og fór af hinum sögulega fundi rakleitt til að kveða upp dóminn. Hann lét hinar alvarlegustu óeirðir, sem hér höfðu orðið fram að þessu, ekki verða til þess, að hann vanrækti dómsstörf sín. Dómur hans var á þá leið, að Magnús var sekur fundinn og dæmdur til fangelsisvistar. Magnús ákvað þegar að biðjast lausnar. Ólafur Thors var skipaður ráðherra í hans stað hinn 14. nóvember 1932. Á hinum fyrstu ráðherradögum Ólafs var allt annað en álitlegt um að skyggnast í íslenzku þjóðlífi. Það var sízt að ófyrirsynju, að hann gerði þegar í stað ráðstafanir til að koma upp nokkru varaliði fyrir lögregluna. Þá setti hann og hinn 9. deseinber dr. Helga Tómasson aftur inn í embætti sitt á Kleppi, þar sem dr. Helgi síðan sat til dauðadags við mikinn orðstír. Báðar þessar stjórnarathafnir, sem voru á sínum tíma af fylgismönnum Ólafs taldar bera vitni um skörungs- skap hans, voru harðlega gagnrýndar af andstæðingunum og hafa nú einungis sögulega þýðingu. Afdrifaríkust stjórnarathafna hans að þessu sinni var útgáfa bráðabirgðalaga hinn 5. desember um heimild fyrir ríkisstjórnina til íhlutunar um sölu og útflutning á fiskframleiðslu ársins 1933. í greinargerð fyrir setningu þessara bráðabirgðalaga segir svo: ,,Dóms- og útvegsmálaráðherra vor hefir tjáð oss, að nauðsynlegt sé, að ríkis- stjómin fái heimild til þess fyrst um sinn að hafa íhlutun um sölu og útflutning á fiskframleiðslu ársins 1933, í því skyni að tryggja og festa það samstarf útvegs- manna, er hófst á þessu ári og leiddi til stofnunar Sölusambands íslenzkra fisk- framleiðenda. Sé sala og útflutningur nýju fiskframleiðslunnar með öllu frjáls, eru líkur til að það valdi verðlækkun á eldri fiskbirgðum, en einkum þó á nýju framleiðslunni. Mundi slíkt verðfall færa yfir Sölusambandið utan og innan að komandi hættur, sem sennilega mundu ríða þessum þörfu samtökum að fullu, og á þann hátt stórskaða íslenzka framleiðendur, bæði þá er eiga fiskbirgðir liggjandi hér í landinu, en þó aðallega væntanlega eigendur nýju framleiðsl- unnar.“ Með þessum bráðabirgðalögum var stofnað til þeirra forréttinda, sem Sölu- samband íslenzkra fiskframleiðenda hefur síðan haft á sölu saltfisks, og sum önnur sölusamtök hafa á afurðum, sem undir þau heyra. Um þessi réttindi er og hefur lengi verið deilt, ekki sízt á meðal Sjálfstæðismanna. Ólafur Thors taldi þessa löggjöf og þá, sem í kjölfar hennar kom, ætíð á meðal sinna mikilsverðustu og beztu verka. Hann var örugglega sannfærður um, að samkeppni á erlendum 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.