Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 19
ANDVARI
ÖLAFUR THORS
17
veg fyrir að verra hlytist af. Sumir lögregluþjónanna hafa aldrei beðið bætur
þeirra meiðsla, sem þeir hlutu þann dag.
Hermann Jónasson lögreglustjóri hafði fyrirfram valið hinn 9. nóvember til
þess að kveða upp dóm í rnálinu gegn Magnúsi Guðmundssyni dómsmálaráð-
lierra. Hermann var einnig bæjarfulltrúi og fór af hinum sögulega fundi rakleitt
til að kveða upp dóminn. Hann lét hinar alvarlegustu óeirðir, sem hér höfðu
orðið fram að þessu, ekki verða til þess, að hann vanrækti dómsstörf sín. Dómur
hans var á þá leið, að Magnús var sekur fundinn og dæmdur til fangelsisvistar.
Magnús ákvað þegar að biðjast lausnar. Ólafur Thors var skipaður ráðherra í
hans stað hinn 14. nóvember 1932.
Á hinum fyrstu ráðherradögum Ólafs var allt annað en álitlegt um að
skyggnast í íslenzku þjóðlífi. Það var sízt að ófyrirsynju, að hann gerði þegar í
stað ráðstafanir til að koma upp nokkru varaliði fyrir lögregluna. Þá setti hann og
hinn 9. deseinber dr. Helga Tómasson aftur inn í embætti sitt á Kleppi, þar sem
dr. Helgi síðan sat til dauðadags við mikinn orðstír. Báðar þessar stjórnarathafnir,
sem voru á sínum tíma af fylgismönnum Ólafs taldar bera vitni um skörungs-
skap hans, voru harðlega gagnrýndar af andstæðingunum og hafa nú einungis
sögulega þýðingu. Afdrifaríkust stjórnarathafna hans að þessu sinni var útgáfa
bráðabirgðalaga hinn 5. desember um heimild fyrir ríkisstjórnina til íhlutunar
um sölu og útflutning á fiskframleiðslu ársins 1933. í greinargerð fyrir setningu
þessara bráðabirgðalaga segir svo:
,,Dóms- og útvegsmálaráðherra vor hefir tjáð oss, að nauðsynlegt sé, að ríkis-
stjómin fái heimild til þess fyrst um sinn að hafa íhlutun um sölu og útflutning
á fiskframleiðslu ársins 1933, í því skyni að tryggja og festa það samstarf útvegs-
manna, er hófst á þessu ári og leiddi til stofnunar Sölusambands íslenzkra fisk-
framleiðenda. Sé sala og útflutningur nýju fiskframleiðslunnar með öllu frjáls,
eru líkur til að það valdi verðlækkun á eldri fiskbirgðum, en einkum þó á nýju
framleiðslunni. Mundi slíkt verðfall færa yfir Sölusambandið utan og innan að
komandi hættur, sem sennilega mundu ríða þessum þörfu samtökum að fullu,
og á þann hátt stórskaða íslenzka framleiðendur, bæði þá er eiga fiskbirgðir
liggjandi hér í landinu, en þó aðallega væntanlega eigendur nýju framleiðsl-
unnar.“
Með þessum bráðabirgðalögum var stofnað til þeirra forréttinda, sem Sölu-
samband íslenzkra fiskframleiðenda hefur síðan haft á sölu saltfisks, og sum önnur
sölusamtök hafa á afurðum, sem undir þau heyra. Um þessi réttindi er og hefur
lengi verið deilt, ekki sízt á meðal Sjálfstæðismanna. Ólafur Thors taldi þessa
löggjöf og þá, sem í kjölfar hennar kom, ætíð á meðal sinna mikilsverðustu og
beztu verka. Hann var örugglega sannfærður um, að samkeppni á erlendum
2