Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 49
ANDVARl
ÓLAFUR THORS
47
arnar fóru svo, að Ásgeir Ásgeirsson var kosinn, og er því ekki að leyna, að Ólafur
Thors tók þau úrslit nærri sér. Ekki vegna andúðar á Ásgeiri Ásgeirssyni, því að
þeir voru góðir kunningjar og höfðu leyst margan sameiginlegan vanda, heldur
sárnaði Ólafi, að verulegur hluti Sjálfstæðismanna hafði bersýnilega kosið annan
en þann, sem Ólafur og flestir aðrir forystumenn llokksins höfðu beitt sér fyrir.
Þrátt fyrir vonbrigði Ólafs, tókst góð samvinna með honum og herra Ásgeiri
Ásgeirssyni sem forseta, og vildi Ólafur á sínum efstu dögum láta það koma
fram, að hann kynni vel að meta, hvemig Ásgeir leysti skyldustörf sín af hendi.
Samvinna innan stjórnar Steingríms Steinþórssonar var eftir atvikum góð,
og virtust um síðir horfur á því, að hin harða barátta, sem lengi hafði staðið milli
Framsóknar- og Sjálfstæðismanna, færi rénandi, enda eirði Framsókn að þessu
sinni í samstarfi út kjörtímabilið, rnjög á móti venju, bæði fyrr og síðar. Deilur
mögnuðust þó, þegar að kosningum leið, og sjálf kosningaúrslitin hinn 28. júní
1953 sköpuðu nýja ókyrrð í hópi Framsóknar. Vegna framboðs Þjóðvarnarflokks-
ins lækkaði Framsókn úr 24,5% í 21,9% atkvæði og missti einn þingmann,
þannig að þingmannafjöldi hennar varð 16. Sjálfstæðismenn lækkuðu einnig í
hlutfalli úr 39,5% í 37,1% vegna framboðs Fýðveldisflokksins, en þingmannatala
Sjálfstæðisflokksins óx úr 19 í 21. Sósíalistaflokkurinn fékk 16,1% atkvæða og
7 þingmenn, Alþýðuflokkurinn 15,6% og 6 þingmenn, Þjóðvarnarflokkur 6%
og 2 þingmenn, Fýðveldisflokkur 3,3% og engan þingmann.
Af fyrrgreindum orsökum urðu verulegir annmarkar á áframhaldandi sam-
starfi ilokkanna. Eðlilegt þótti, að stjórn Steingríms Steinþórssonar færi frá, en
vafasamara, hvað við ætti að taka. Framsókn hafði bæði 1944 og 1950 þvertekið
fyrir að ganga í stjóm undir forystu Ólafs Thors. Nú gilti það bann ekki lengur,
og lagði Ólafur áherzlu á, að Flermann Jónasson yrði með í stjóminni, og þá sem
utanríkisráðherra. Hermann mun hafa látið þess kost, ef hann fengi bæði utan-
ríkismál og dómsmál, en meðferð þeirra höfðu Framsóknarmenn fyrir kosningar
gert að höfuð-árásarefni á Bjarna Benediktsson. Hvorki Ólafur né aðrir vildu
að svo vöxnu máli láta dómsmálin af hendi, enda gerði Framsókn þess engan
kost að sleppa meðferð landbúnaðannála og tók Hermann Jónasson því ekki
sæti í hinni nýju ríkisstjóm. Ólafi urðu að því veruleg vonbrigði, því að hann
vildi mikið vinna til að eyða hinum persónulega ágreiningi við Hermann Jónas-
son. Endalokin urðu þau, að hinn 11. september féllst forseti íslands á beiðni
Steingríms Steinþórssonar um lausn frá embætti fyrir sig og ráðuneyti sitt, og
var Ólafur Thors sama dag skipaður forsætisráðherra og með honum Stein-
grímur Steinþórsson, Eysteinn Jónsson og dr. Kristinn Guðmundsson af hálfu
Framsóknar og Ingólfur Jónsson og Bjami Benediktsson fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn. Auk starfa forsætisráðherra fór Ölafur með sjávarútvegsmál og nokkur