Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1966, Page 49

Andvari - 01.06.1966, Page 49
ANDVARl ÓLAFUR THORS 47 arnar fóru svo, að Ásgeir Ásgeirsson var kosinn, og er því ekki að leyna, að Ólafur Thors tók þau úrslit nærri sér. Ekki vegna andúðar á Ásgeiri Ásgeirssyni, því að þeir voru góðir kunningjar og höfðu leyst margan sameiginlegan vanda, heldur sárnaði Ólafi, að verulegur hluti Sjálfstæðismanna hafði bersýnilega kosið annan en þann, sem Ólafur og flestir aðrir forystumenn llokksins höfðu beitt sér fyrir. Þrátt fyrir vonbrigði Ólafs, tókst góð samvinna með honum og herra Ásgeiri Ásgeirssyni sem forseta, og vildi Ólafur á sínum efstu dögum láta það koma fram, að hann kynni vel að meta, hvemig Ásgeir leysti skyldustörf sín af hendi. Samvinna innan stjórnar Steingríms Steinþórssonar var eftir atvikum góð, og virtust um síðir horfur á því, að hin harða barátta, sem lengi hafði staðið milli Framsóknar- og Sjálfstæðismanna, færi rénandi, enda eirði Framsókn að þessu sinni í samstarfi út kjörtímabilið, rnjög á móti venju, bæði fyrr og síðar. Deilur mögnuðust þó, þegar að kosningum leið, og sjálf kosningaúrslitin hinn 28. júní 1953 sköpuðu nýja ókyrrð í hópi Framsóknar. Vegna framboðs Þjóðvarnarflokks- ins lækkaði Framsókn úr 24,5% í 21,9% atkvæði og missti einn þingmann, þannig að þingmannafjöldi hennar varð 16. Sjálfstæðismenn lækkuðu einnig í hlutfalli úr 39,5% í 37,1% vegna framboðs Fýðveldisflokksins, en þingmannatala Sjálfstæðisflokksins óx úr 19 í 21. Sósíalistaflokkurinn fékk 16,1% atkvæða og 7 þingmenn, Alþýðuflokkurinn 15,6% og 6 þingmenn, Þjóðvarnarflokkur 6% og 2 þingmenn, Fýðveldisflokkur 3,3% og engan þingmann. Af fyrrgreindum orsökum urðu verulegir annmarkar á áframhaldandi sam- starfi ilokkanna. Eðlilegt þótti, að stjórn Steingríms Steinþórssonar færi frá, en vafasamara, hvað við ætti að taka. Framsókn hafði bæði 1944 og 1950 þvertekið fyrir að ganga í stjóm undir forystu Ólafs Thors. Nú gilti það bann ekki lengur, og lagði Ólafur áherzlu á, að Flermann Jónasson yrði með í stjóminni, og þá sem utanríkisráðherra. Hermann mun hafa látið þess kost, ef hann fengi bæði utan- ríkismál og dómsmál, en meðferð þeirra höfðu Framsóknarmenn fyrir kosningar gert að höfuð-árásarefni á Bjarna Benediktsson. Hvorki Ólafur né aðrir vildu að svo vöxnu máli láta dómsmálin af hendi, enda gerði Framsókn þess engan kost að sleppa meðferð landbúnaðannála og tók Hermann Jónasson því ekki sæti í hinni nýju ríkisstjóm. Ólafi urðu að því veruleg vonbrigði, því að hann vildi mikið vinna til að eyða hinum persónulega ágreiningi við Hermann Jónas- son. Endalokin urðu þau, að hinn 11. september féllst forseti íslands á beiðni Steingríms Steinþórssonar um lausn frá embætti fyrir sig og ráðuneyti sitt, og var Ólafur Thors sama dag skipaður forsætisráðherra og með honum Stein- grímur Steinþórsson, Eysteinn Jónsson og dr. Kristinn Guðmundsson af hálfu Framsóknar og Ingólfur Jónsson og Bjami Benediktsson fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Auk starfa forsætisráðherra fór Ölafur með sjávarútvegsmál og nokkur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.