Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 54

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 54
52 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVABI komulag næðist skjótt um meginatriði, þá settu þeir lengi vel skilyrði um þing- mannafjölda í einstökum kjördæmum, sem erfitt var að sætta alla sjálfstæðis- þingmenn við. Reyndi mjög á lipurð Ólafs, að koma málinu fram, og var það rnargra skoðun, að án hennar hefði það þá strandað. AS lokum fór svo, að stjórnarskrárbreytingin var samþykkt með atkvæðum allra þingmanna annarra en Framsóknar. Þing var rofið og efnt til kosninga hinn 28. júní 1959. í þeim kosningum fengu Sjálfstæðismenn 42.5% atkvæða og 20 þingmenn kosna, Framsóknar- flokkur 27.2% og 19 þingmenn, Alþýðuhandalag 15.3% og 7 þingmenn, Al- þýðuflokkur 12.5% og 6 þingmenn, Þjóðvarnarflokkur fékk 2.5% og engan þingmann. Var nú greiður vegur fyrir samþykkt stjórnarskrárfrumvarps og nýrra kosningalaga á sumarþingi, sem haldið var í ágústmánuði. Voru hin nýju stjórn- skipunarlög staðfest hinn 14. ágúst 1959. Samkvæmt þeim fóru fram kosningar aftur hinn 25. og 26. október. Fengu Sjálfstæðismenn þá 39.7% atkvæða og 24 þingmenn kosna, Framsóknarflokkur 25.7% og 17 þingmenn, Alþýðubandalag 16.0% og 10 þingmenn, Alþýðuflokkur 15.2% og 9 þingmenn, Þjóðvamar- flokkur fékk 3.4% og engan þingmann kosinn. Rökrétt afleiðing kosningaúrslitanna 1959 var sú, að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur mynduðu ríkisstjórn. Ólafur Thors tók að sér stjórnarmyndun og gengu samningar um hana greiðlega. Hin nýja stjórn tók við hinn 20. nóvem- ber 1959 sama dag og Alþingi kom saman. Ólafur varð forsætisráðherra. Auk hans voru í stjórninni, af hálfu Alþýðuflokksins Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gísla- son og Guðmundur I. Guðmundsson, en af hálfu Sjálfs'tæðismanna Gunnar Thoroddsen, Ingólfur Jónsson og Bjarni Benediktsson. Ólafur gerði svohljóð- andi grein fyrir stefnu stjórnarinnar um leið og hann tilkynnti myndun hénnar á Alþingi: „Að undanförnu hafa sérfræðingar unnið að ýtarlegri rannsókn á efna- hagsmálum þjóðarinnar. Skjótlega eftir að þeirri rannsókn er lokið, mun ríkis- stjórnin leggja fvrir Alþingi tillögur um lögfestingu þeirra úrræða, er hún telur þörf á. Athuganir hafa þó þegar leitt í ljós, að þjóðin hefur um langt skeið lifað um efni fram, að hættulega mikill halli hefur verið á viðskiptum þjóðarinnar við útlönd, tekin hafa verið lán erlendis til að greiða þennan halla og að erlend lán til stutts tíma eru orðin hærri en heilbrigt verður talið. Munu tillögur ríkig-^. stjórnarinnar miðast við að ráðast að þessum kjarna vandamálanna, þar eð það er meginstefna ríkisstjómarinnar að vinna að því, að efnahagslíf þjóðarinnar komist á traustan og heilbrigðan grundvöll, þannig að skilyrði skapist fyrir sem örastri framleiðsluaukningu, allir hafi áfram stöðuga atvinnu og lífskjör þjóðar- innar geti í framtíðinni enn farið batnandi. í því sambandi leggur ríkisstjórnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.