Andvari - 01.06.1966, Page 17
ANDVARI
ÓLAFUR THORS
15
Þá um vorið fór fram landslcjör þriggja þingmanna og hlaut Sjálfstæðis-
flokkurinn tvo kjöma og 48,3% atkvæða, Framsóknarflokkurinn einn kjörinn og
31,4%, Alþýðuflokkurinn engan en 20,3% atkvæða.
Fyrir þær kosningar fóru þeir til fundahalda á Austfjörðum, annars vegar
Jónas Jónsson ásamt Haraldi Guðmundssyni og hins vegar Olafur Thors og
Magnús Jónsson. Jónas hafði sem dómsmálaráðherra varðskip til afnota en
neitaði slíkum „landhelgisbrjót" sem Ólafi unr far. Ólafur fór því á smábát á
milli fjarða. Eitt sinn þegar veður hvessti, blíðkaðist hugur Jónasar og i_-mð
hann Ólafi upp í varðskipið, en því boði var umsvifalaust hafnað.
A þingi 1931 kom fram ber ágreiningur milli Alþýðuflokks og Framsóknar.
Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn sömdu þá um stjórnarskrárbreytingu,
til að greiða fyrir nýrri kjördæmaskipan, og var flutt vantrauststillaga á ríkis-
stjórnina af hálfu Sjálfstæðismanna. Áður en kæmi til umræðu hennar rauf
ríkisstjómin hins vegar þing, og varð þegar í stað hinn mesti ágreiningur um
lögmæti þeirrar ráðstöfunar. Einar Arnórsson prófessor hafði skömmu áður
skrifað fræðigrein, þar sem fram kom, að þegar svo á stæði á sem hér, væri þing-
rof óheimilt. Vai nú óspart til þess vitnað. Munaði þá litlu, að stjórnarand-
stæðingar létu hendur skipta, notuðu sér andúð Reykvíkinga á tiltektum Fram-
sóknarmanna og héldu Alþingi áfram þrátt fyrir þingrofið. Ólafur Thors vitnaði
stundum síðar til þess, að þá hefði það ekki sízt verið sannfæringarkraftur
Jakobs Möllers, sem úrslitum hefði ráðið. Hann hefði sýnt fram á með óyggjandi
rökum, hvílíkt flan það væri að gera nokkuð ólöglegt, hvað þá það, sem jafna
mætti við uppreisn, jafnvel þó að ögmn af hálfu ríkisstjórnarinnar væri ærin.
Hófst nú hin harðasta kosningahríð, og átti Ólafur Thors víða í höggi við
Tryggva Þórhallsson. Ólafur taldi málefnastöðu sína mjög sterka og deildi á
ríkisstjórnina fyrir flestar hennar athafnir. Tryggvi svaraði með því einu, að nú
ættu bændur að kveða á um það, hvort svipta ætti þá völdum í landinu eða ekki.
Niðurstaðan varð sú, að Framsóknarflokkurinn fékk 35,9% atkvæða og 21 þing-
mann af þeim 36, sem kjömir vom, og hafði hann því 23 þingmenn af 42 alls.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 43,8% og 12 þingmenn kjöma, hafði 3 landskjöma
og því 15 þingmenn alls, Alþýðuflokkurinn fékk 16,1% og 3 þingmenn kjörna,
hafði 1 áður og því 4 þingmenn alls, Kommúnistaflokkurinn fékk 3% og engan
kjörinn. Utan flokka vom 1,2%.
Þrátt fyrir þennan sigur skorti Framsóknarflokkinn meirihluta í efri deild
og gat þess vegna hvorki fengiÖ samþykkt fjárlög, því að þá þurfti samþykki
beggja deilda á þeim, né aðra nauÖsynlega löggjöf. Þetta varð til þess, að stjórn
Framsóknarflokksins, en hana skipuÖu eftir kosningar 1931 þeir Tryggvi Þór-
hallsson, Jónas Jónsson og Ásgeir Ásgeirsson, neyddist til að segja af sér vorið