Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 100
98
SVERRIR KRISTJÁNSSON
ANDVAHI
ef það aðeins beit. Þetta kom þó enn
betur í Ijós í athöfnum hans á sviði utan-
ríkismála.
Fyrsta ganga hans á þeim vettvangi
þótti flestum mönnum ill. Pólverjar
gerSu uppreisn gegn Rússakeisara. Öll
hin frjálslynda Evrópa hafði mikla samúð
með Pólverjum svo sem jafnan áður, en
raunar birtist samúðin aðeins í munn-
inum. Bismarck óttaðist í fyrsta lagi, að
uppreisnin gæti breiðzt út til hinna
pólsku héraða Prússlands, einkum Pósen,
og í annan staS stóð honum stuggur af
því, ef rússneska stjórnin gerði samkomu-
lag við Pólverja um aukna sjálfstjórn og
jafnvel sjálfstæði, þá væri tilveru Prúss-
lands beinlínis stefnt í voða. Idann gerði
því eins konar hernaðarbandalag við Rúss-
land í febrúar 1863 og báðir aðilar skuld-
bundu sig til að veita hvor öSrum aðstoð
við að bæla niður uppreisnina. Með þess-
um samningi afstýrði hann ekki aðeins
hættunni frá austurhéruðum Prússlands,
sem voru Bismarck jafnan kærust, held-
ur vann hann vinfengi Rússakeisara og
hlutleysi í þremur styrjöldum, sem hann
átti eftir að heyja á næstu árum Án
hlutleysis Rússa hefði Bismarck ekki getað
sameinað Þýzkaland meS þeim hætti er
hann gerði.
En sú fyrsta þessara styrjalda var á
næstu grösum — styrjöldin við Dani um
hertogadæmin Slesvík og Holstein.
Um þaS leyti er Bismarck varð ráð-
herra í Prússlandi risu öldur þýzkrar
þjóSemishreyfingar hátt í hertogadæmun-
um. SíSla árs undirritaði Danakonungur
hina svokölluðu nóvemberstjórnarskrá en
samkvæmt henni var Slesvík innlimuð
danska konungsríkinu. Þetta var brot á
þeim samningum, er Danmörk hafði gert
við þýzku stórveldin árið 1852, og urðu
því Prússland og Austurríki aðilar að
málinu. Nú ætlaði allt vitlaust aS verða
í Þýzkalandi. Uppreisn hertogadæmanna
árið 1848 hafði verið óskabarn þýzku
byltingarinnar, og þessu barni hafði verið
fórnað með köldu blóSi á altari aftur-
haldsins þegar byltingin var 'brotin á bak
aftur. Nú skyldi sú fórn ekki endurtekin.
Flinir þýzku ibúar hertogadæmanna
kröfðust sjálfstæðis undir hertogatign
Ágústenborgarættarinnar. Fimm hundruð
þingmenn frá hinum ýmsu landsþingum
Þýzka ríkjabandalagsins kröfðust hins
sama, og ef svo hefði orðiS, hefði enn
eitt smáríkið bætzt við í Þýzka banda-
laginu. Friðrik af Ágústenborg settist að
í Kiel og kallaðist Friðrik hertogi VIII.
Bismarck hafði til þessa ekki haft
mikinn áhuga á hertogadæmamálinu, en
nú sá hann sér leik á borði, og hann
hugðist geta slegið margar flugur í einu
höggi. Ekkert var honum fjær en þýzk
þjóðerniskennd i þessu máli. En þaS var
honum kærkomið tækifæri til aS vinna
lönd prússneska ríkinu til handa og
reyna þolrifin og máttinn í þeim her, sem
nú hafði verið taminn og þjálfaður til
víga í trássi við öll stjórnarskrárlög. Á
gamlárskvöld 1863 sagði hann við sína
nánustu um leiS og hann dreypti á púns-
glasinu, að það væri ætlun sín að gera
SlesvíkdHolseta að góðum Prússum. Ég
veit ekki hvort mér tekst það, bætti hann
við, það er í guðs hendi.
En honum var ljóst, að Prússland gæti
ekki í fyrstu lotu leyst hertogadæma-
málið nema með aðstoð Austurríkis. 1
janúar gerSu þýzku stórveldin dönsku
stjórninni úrslitakosti: að taka aftur nóv-
emberstjórnarskrána eða þau mundu her-
nema Slesvík. Bismarck var öllum hnút-
um kunnugur í Danmörku og var ekki
í vafa um, að danska stjórnin mundi
hafna úrslitakostunum. Hinn fyrsta
febrúar 1864 héldu herir Prússa og
Austurríkismanna yfir Egðu. Um miðjan
apríl voru Dybölhæðirnar teknar meS
áhlaupi og í lok júní fór prússneski her-