Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 89

Andvari - 01.06.1966, Side 89
ANDVAKI BLÓÐ OG JÁRN FYRXR EINNI ÖLD 87 en keisaratignin ganga að erfðum í ætt hans. í Vínarborg átti byltingin fullum sigri að fagna þegar hinn 13. marz 1848. Mett- ernich lét af embætti og flýði til Eng- lands. Hið mikla Habsborgarríki, sem taldi meira en 40 milljónir manna, var ekki þýzkt að þjóðerni nema að einum fjórða og tæplega það. Hinar erlendu þjóð- ir austurríska keisaradæmisins gerðu marg- ar uppreisn og kröfðust sjálfstæðis, svo sem ítalir, Ungverjar og Tékkar. Þegar al- mennt stjórnlagaþing kom til fundar í júlímánuði fór þinghaldið í handaskolum, því að í þessu þjóðasafni skildi enginn tungu annars. Austurríski herinn reynd- Sst undarlega tryggur keisarastjórninni og henni tókst að bæla niður uppreisnir ftala og Tékka, alllöngu síðar uppreisn Ungverja en þar naut stjórnin aðstoðar kósakka Rússakeisara. Vínarborg, sem var í höndurn byltingarmanna, var tekin með áhlaupi í október 1848, og í marz 1849 var stjórnlagaþingið leyst upp með her- valdi. í Berlín urðu átökin allhörð eftir miðjan marz 1848 milli lýðsins og hersins. Þar urðu mannskæðir götubardagar og götu- vigi hlaðin og að lokum taldi konungur ráðlegast að kveðja mestan hluta hersins úr borginni. Byltingarmenn báru lík fall- inna félaga sinna framhjá Friðriki Vil- hjálmi IV. Prússakonungi, sem stóð ber- höfðaður á svölum konungshallarinnar og sýndi hinum látnu byltingarmönnum svo virðingu sína. Næsta dag reið hann um borgina með fylgdarliði sínu og nýjum frjálslyndum ráðherrum og bar fánaliti byltingarinnar, hinn svarta, rauða og gula borða. Þá mælti hann á hestbaki þau orð, sem fleyg urðu: Prússland mun upp frá þessu hverfa í Þýzkaland. Hinn 22. maí var Þjóðfundur Prússlands settur, er skyldi gefa ríkinu nýja stjórnarskrá. í Berlín hafði verið stofnaður vopnaður þjóðvörð- ur skipaður mönnum úr borgarastétt til að halda uppi lögum og reglu. Allar voru þessar gerðir Prússakon- ungs einskær leikaraskapur. Hann var sami einvaldssinninn í hjarta sínuoghann hafði áður verið. Þegar hann hafði jafnað sig nokkuð eftir áfallið í marz tók hann að leita ráða hjá harðsnúinni hirðklíku junkara og hershöfðingja. Þeir höfðu myndað með sér leynileg samtök til að endurreisa konungsveldið og virðingu hersins, sem hafði beðið hneisu og sví- virðu í viðskiptum við óbreyttan múg Ber- línar. Um haustið 1848 var prússneski Þjóðfundurinn fluttur til Brandenborgar- bæjar, nokkru síðar brunuðu prússneskar hersveitir undir forustu Wrangels inn í Berlín, 5. des. var prússneski Þjóðfundur- inn leystur upp. Þegar Þjóðfundurinn í Frankfurt am Main bauð Friðriki Vilhjálmi IV. keisara- kórónu Þýzkalands afþakkaði hann það boð kurteislega. í einkabréfum var Prússa- konungur þó ekki eins háttvís í orðum. Hann kallaði keisaradjásnið svínskórónu, hundahálsband, sem bakarar og slátrarar ætluðu að skreyta hann með. Friðrik Vil- hjálmur IV. konungur Prússlands vildi ekki þiggja neina tign úr hendi þýzkrar byltingar. En Þjóðfundurinn mikli í Frankfurt am Main fór forflótta, eða það sem eftir var af honum, til Stuttgart, og þar var honum sundrað af hermönnum Wiirttembergríkis. Prússneskar hersveitir undir forustu Vilhjálms krónprins af Prússlandi slökktu síðustu neista þýzku byltingarinnar í Dresden, Pfalz, Saxlandi og Baden. Byltingunni hlotnaðist þó sá heiður að deyja hetjudauða á þeim götu- vígjum, sem höfðu staðið að fæðingu hennar. Byltingin var liðin hjá, árið óða, eins og þýzkir furstar kölluðu 1848, geng- ið í aldanna skaut. Margir héldu, að i rauninni hefði ekkert gerzt, allt væri sem áður var. Það var þó mikill misskilningur:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.