Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 8

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 8
6 JÓHANN BRIEM ANDVARI þennan svip. Hér eru þó hagasnapir fyrir sauðfé, en myndu eyðast fljótt, ef setið væri á sama stað. Hirðingjar hafa enga fasta dvalarstaði, en flytja sig til, er allt er upp bitið og nagað í kringum þá. Hásléttan lækkar, er sunnar dregur, og nú sjáum við austurhlíðar fjallanna austan við Dauðahafið, en hjá Amman er sléttan jafnhá fjallabrúnunum. Það er orðið heitt, og ökumaðurinn tekur ofan rauðröndótta arabahettuna og leggur við hlið sér í sætið. Langt suður á eyðimörkinni er gamall kastali skammt frá veginum á hægri hönd, rnikil bygging veðruð af sandfoki margra alda. Hliðið stendur opið, en þar ganga engir út og inn nema villidýr eyðimerkurinnar, en húsið er að mestu óhrunið. Nú eru ekki lengur ljón á þessum slóðum. Þau hafa hörfað vestur á bóginn. Grastopparnir verða strjálli, eftir því sem sunnar kernur, og við ökum áfram með ofsahraða. Blár fjallstindur kemur upp fyrir sjónbrún frarn undan á vinstri hönd. Hann er snarbrattur, en ekki mjög hár. Innan stundar er hann langt að baki. Skyndilega birtist stórt þorp við veginn til vinstri handar. Hér eru engar vinjar, heldur standa húsin í bleikum sandi. Þau eru öll nýleg, en norðan við þorpið eru víðáttumiklar rústir af leirkofum. Tóttirnar eru opnar, veggir standa enn uppi, en hvergi er þak. Þorpið hefur verið endurreist á síðari árum og flutt til um leið. Nokkru sunnar eru fáein hús við veginn, veitingaskáli og búðarhola. Þar er numið staðar til að fá sér hressingu. Nokkur borð og stólar eru úti fyrir dyrum og stórar sólhlífar spenntar yfir. En nú er engin þörf að verjast hita, hann er ekki til óþæginda. Ég keypti Arabahettu hjá veitingamanninum, rauða og hvíta að lit, og hann kom henni vandlega fyrir á kollinum á mér með öllum þeim brotum og fellingum, sem tízkan krafðist. Ég hafði hettuna á höfðinu, meðan ég drakk kaffið, og þangað til ég var kominn inn í bílinn og horfinn úr augsýn, aðeins af virðingu við húsráðanda. Langt suður á söndunum var stór tjörn, og var þar mikill fjöldi úlfalda að drekka. En þar var eginn gróður í kring. Þetta var aðeins rigningarpollur, því nýlega hafði gert hér skýfall. Enn sjást bedúínatjöld hér og þar og asnar og úlfaldar á beit, einnig hjarðir af kindum, en er sunnar dregur, hverfur allt líf. Eyðimörkin er nakin og gróður- laus. Fjöllin austan við Dauðahafið eru löngu horfin undir sjónbrún, og áður en varir erum við komnir að syðri endimörkum Móabslands. Þá tekur við landið Edóm, en þar voru endur fyrir löngu jarðeignir Esaús hins loðna ísakssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.