Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 97

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 97
ANDVARI BRÉF TIL BÆNDA OG NEYTENDA 95 og aukinnar framleiðslu búvöru til sölu. Greinilegt er, að hin nýju jarðræktar- lög gera enn sem fyrr ráð fyrir einhliða útþenslu ræktunarinnar, meiri nýrækt og stærri túnum. Þetta er röng allsherjar stefna, eins og nú er komið högum, og það er fjarri öllum sanni, að hún geti leitt til þess, að hægt verði að fella niðui greiðslur útflutningsuppbóta á útfluttar búsafurðir — eða að þær falli niður af sjálfu sér. Með mikið aukinni nýræktun og sömu ræktunartökum, sem undanfarið, leiðir þessi stefna til hins gagnstæða, það er aukinnar og dýrari framleiðslu, auk- inna útflutningsuppbóta eða ef þær bregðast, lakari afkomu bænda. Það er sennilega djarft af mér að ráð- ast gegn villukenningunni: Meiri ræktun og stærri bú. Ráðast gegn henni eins og hún er framsett, að yfirgnæfandi miklum hluta villa, en að litlu leyti rétt, og því rétta ruglað saman við hið ranga svo mjög, að í framkvæmdinni leiðir til auk- inna erfiðleika en ekki til lausnar á nein- um vanda. IX Mjög mikið hefir verið ræktað hér á landi tvo síðustu áratugina, túnin færð út í miklum mæli. Sú ræktunarhviða var nauðsynleg. Bændur hafa hamazt við, og ríkissjóður hefir stutt þar vel upp undir. Hundruðum milljóna króna hefir verið varið til nýræktar af fé alþjóðar og þó miklu mestu af fé bændanna sjálfra. En á sama tíma hefir ótrúlega litlu fé verið varið til tilrauna í jarðrækt og rann- sókna á þeim mikla vanda hvernig eigi að rækta nýtt land. Þetta hefir orðið háskalegt, þar eð í hlut hafa átt bændur og kynslóð með litla reynslu og þekkingu á sviði ræktunarmála. Árangurinn hefir því orðið, yfirleitt séð, léleg ræktun og rneiri að vöxtum en gæðum. Ræktun, sem hefir orðið og er bændunum dýr í búskap og þung í skauti, þeir hafa orðið að moka tilbúnum áburði á túnin, svo að óhóf er, samanborið við eftirtekju, og nota fóðurbæti meira en skyldi sökum lélegrar töðu, sem á lélegum túnum spratt. Við þessar búskaparástæður hefir svo orðið að miða verðlag á búvörum. Þannig hefir það orðið hærra en hollt er, alþjóð til óþurft- ar, og bændunum sjálfum eigi síður en öðrum, og án þess að þeir beri rneira úr býtum en sanngjarnt er. Heildarástandið er nú þannig, að ræktað land þjóðarinnar — túnin —- er orðið nægilega stórt og framleiðslan nægi- lega mikil. Það er meira en vafasamur vinningur, að því að auka þetta tvennt hröðum skrefum og með sama hætti og gert hefir verið undanfarið. Hér ber að stinga við fótum og söðla um til betri hátta. Hætta að gala um meiri ræktun án raunsæis, án þess að gera sér grein fyrir, hvers nú þarf mest með. Slíkt er villukenning, sama hvort hún kemur frá Bændahöllinni eða Arnarhváli eða jafn- vel í lagaformi frá hinum háu sölum Alþingis. Þetta eru sannindi, sem gilda eins og nú er ástatt, og fyrirsjáanlegt að verður um skeið, þótt vonandi komi aftur þeir tímar, að réttmæt nauðsyn reynist að auka ræktun og framleiðslu til mikilla muna. En það gildir um búskapinn eins og raunar allar framleiðslugreinir, að ekki tjóar að gana alltaf áfram sömu götu, án þess að líta til hægri eða vinstri, ný við- horf skapast, og það, sem um stund þótti hið mesta keppikefli, getur orðið óráð, og önnur markmið betri og raunhæfari komið í þess stað. Það, er nú blasir við sem hið mikla verkefni og nauðsyn bændanna, og um leið þjóðarinnar, er að bæta þá ræktun sem fyrirfinnst í landinu. Jafnvel víða einnig að standa vörð um þá ræktun sem er, að hún falli ekki íl órækt og glatist þjóðinni. Þegar svo standa sakir, má ljóst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.