Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 60

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 60
58 NIGEL BALCHIN ANDVARI að segja, að hún fellur að áhrifamagni, sannfæringarkrafti og frásagnarfjöri eftir að hinu mikla hámarki er náð í brenn- unni. Að oss læðist óþægilegur grunur um, að norrænir menn hafi uppgötvað Holly- wood, þegar þeir fundu Ameríku. Kári var sjálfsagt mikill vígamaður og að mörgu leyti falleg, glæst og aðlaðandi persóna af beztu Douglas Fairbanks Senior gerð. Hann vantar þó dularfull áhrif Skarpheð- ins, hins fölleita, frammynnta, skjót til- svör hans og kaldhæðni. Afrek hans í drápi Sigfússona skortir líka áhrif þess, sem á undan er farið, og þau verða hálf leiðinleg formsatriði. Ef til vill er nú les- andinn orðinn þreyttur á manndrápum. Ég hef aldrei talið nákvæmlega mannvíg i sögunni, en þau hljóta að vera talsvert yfir eitt hundrað í allt. Það er gaman að heyra, hvernig Flosi og Kári sitja loks saman og drekka sem vinir, og óska mætti, að Njáll, Skarpheðinn, Helgi og Grímur og Höskuldur Hvítanesgoði og jafnvel Þráinn hefðu getað verið með þeim. En þeir voru því miður allir dauðir. Kannski var líka jafn gott, að þeir gátu ekki verið viðstaddir. Líklega hefði þá bara komið til annarrar deilu. Samt nær sagan sér á strik aftur nálega í síðustu setningunum, þegar vér sjáum Flosa síðast í svip, gamlan mann. „Þat segja menn, at þau yrðu ævilok Flosa, at hann færi utan, þá er hann var orðinn gamall, at sækja sér húsavið, ok var hann í Nóregi þann vetr. En um sumarit varð hann síðbúinn. Ræddu menn um, at vánt væri skipit. Flosi sagði, at væri ærit gott gömlum ok feigum, ok sté á skip ok lét í haf, ok hefr til þess skips aldrei spurzk síðan.“ Vinur minn, sem hefur það starf að rannsaka flugslys, kvartaði eitt sinn undan því, að fólk vildi alltaf vita orsök slys- anna, og það væri bókstaflega aldrei hægt að gefa fólkinu upp eina ástæðu, jafnvel ekki meginorsökina. 1 nálega öllum flug- slysum væri um mörg smáatriði að ræða, en ekkert eitt þeirra hefði getað valdið sjálfu slysinu. Hefði samt eitthvert þess- ara atriða fallið burt, mundi slysið ekki hafa orðið. Þessi tiltölulega lítilvægu at- riði bættust eitt við annað smám saman og féllu saman í heild, sem stefndi að slysinu. Honum fannst ískyggilegt, hvernig þetta gerðist. Sama máli gegnir um harmsögu Brennu-Njáls. Löng atburðarás, og einn hlekkur bætist við annan í festinni og færir oss smám saman nær hámarki harmsögunnar, brennunni, og virðist næstum því réttlæta örlagatrú norrænna manna, að því verði ekki forðað, sem fram á að koma, og mennirnir séu ekki annað en leikfífl guða og örlaga eins og Grikkir trúðu og Lear konungur. Ef örlögin voru að verki að tortíma Njáli og sonum hans, þá unnu þau starf sitt með mjög eðlilegum og mannlegum aðferðum. Glæpir, sem framdir eru af geðsjúklingum eða gríðarlega jafnvægis- lausum mönnum vekja litla eftirtekt, svipað og tvíhöfða maður eða afar feit kona í fjölleikahúsi. Slíkt á lítið sameigin- legt hversdagslegu lífi eins og vér þekkjum það. En glæpirnir í Njáls sögu eru venju- lega framdir af ástæðum, sem eru full- skiljanlegar, þótt vér föllumst ekki á þær. Engin af aðalpersónunum er það sem vér munum nefna „glæpamann að eðlisfari", ekki fremur en Othello; og margar þeirra eru gæddar hetjulegum eiginleikum eins og Othello. Samt hafa þær allar (nema kannski Kári, sem er allt of lýtalaus) þessa hetjulegu galla í skap- gerðinni, sem ætíð hafa verið kveikjan í hinum mestu harmsögum. Þótt Njáll væri sjálfur spakur, stjóm- samur og forvitri, maður, sem á allan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.