Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1967, Page 52

Andvari - 01.05.1967, Page 52
50 ■NIGEL BALCHIN ANDVARI Hann lét þá alla sverja sér eiða, að ekk- ert skyldi skilja þá frá málinu nema dauðinn, og hver sem skærist úr leik, áður en deilunni væri lokið, skyldi hafa fyrirgert fjöri sínu og eignum. Vert er að veita því athygli, að meðal þeirra, sem þennan eið unnu, var Ingjaldur, sem var hróðir Hróðnýjar, móður Hösk- ulds, hins óskilgetna sonar Njáls. Þegar Flosi hafði fengið forystu sína staðfesta og tekið eiða af fylgismönnum sínum, sagði hann fyrirætlun sina. Allir áttu að hverfa til heimila sinna og starfa að sumarverkum, unz heyskap væri lokið (enn er þetta einkennilega hlé til að starfa að búverkum). Að tilteknum degi skyldi svo Flosi ríða að austan til ákveðins fundarstaðar, og yrði hratt riðið, þar eð hver rnaður hafði tvo til reiðar, og þarna skyldu þeir allir hittast, hundrað og tutt- ugu menn. Áður en Flosi hélt að heiman, skyldi syngja fyrir honum messu, og þetta minnir snöggt og óvænt á, að menn þessir voru nýlega orðnir kristnir. Fundur þeirra skyldi verða um það bil klukkan sex að kvöldi, og síðan átti hópurinn að ríða til Bergþórshvols og sækja Njálssonu með eldi og vopnum og snúa ekki frá fyrr en allir væru dauðir. Ef nokkur sá, sem unn- ið hefur eið að málinu, kemur ekki til móts, bætir Flosi við hörkulega, „þá skal sá engu fyrir týna nerna lífinu". Að vissu rnarki var áætlunin skynsam- leg og vandlega hugsuð, — að minnsta kosti að því, er stefnumótið snerti. Flins vegar er engin glögg áætlun um það, hversu árásinni verði hagað, þegar komið er til bústaðar Njáls. Það fól í sér mikla hættu á uppljóstrun að trúa hundrað og tuttugu mönnum fyrir slíku leyndarmáli um marga vikna skeið og mundi gefa óvininunum færi á að ráðast á þá og gjör- eyða þeim. 1 reynd var þessari ráðagerð ljóstrað upp vegna einnar af þeim tengdaflækjum, sem vér höfum áður séð.í sögunni. Að því er virðist hafði verið uppi orðrómur um, að yfir vofði árás á Njálssonu, og Hróðný spurði Ingjald, bróður sinn, einn af eið- svörum Flosa, að þessu. Ingjaldur játaði, að um samsæri væri að ræða, og Hróðný álasaði honurn fyrir að taka þátt í samsæri gegn Njáli, sem hefði reynzt honum hið bezta. Þar kom að lokum, að Ingjaldur hét henni, að hann mundi ekki taka þátt í neinum mótgerðum við Njál né sonu hans, þótt það kynni að kosta hann lífið fyrir eið þann, er hann hafði unnið. Hann neitaði hins vegar eindregið, sóma síns vegna, að segja henni nokkuð um ein- stök atriði fyrirætlunarinnar. Þetta virðist fyrst hafa gerzt síðsumars, svo að lítill tími var fyrir Njál og sonu hans að gera nokkrar sérstakar ráðstaf- anir, jafnvel þótt þeir hefðu viljað. Þeir hlutu auðvitað að hafa gert sér ljóst frá þvi þingi sleit, að líf þeirra var í hættu. Njáll hafði stungið upp á, að Kári færi heim til sín, en Kári hafði neitað og haldið fast við, að hann mundi standa með bræðrunum, hvað sem í skærist. Með Njáli voru þrjátíu vígir menn, og þeir kunna með réttu að hafa talið sig færa um að mæta hverri þeirri árás, sem gerð kynni að vera. Eins og jafnan ber við undan stór- tíðindum, gerðust nú ýmsir fyrirburðir og spásagnir. Maður gekk út að næturþeli og heyrði brest ógurlegan, svo að jörðin virtist nötra. Þá sá hann á lofti hring með eldslit og í hringinum mann á gráum hesti, er bar skjótt yfir. Maðurinn var svartur og bar logandi brand. Hann kvað torræða vísu, þar sem nafn Flosa var tvisvar nefnt. Þá skaut hann brandinum í átt til fjallanna, og gaus þar upp eldur mikill, en maðurinn reið inn í hann og hvarf. Raunsýnni og veruleikanum nær var gömul vinnukona á Bergþórshvoli, nálega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.