Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 82

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 82
80 UNESCO 20 ÁRA ANDVARI sem komið hefur fram víðs vegar um heim á umliðnum tveimur áratugum. En hvernig hefur þá gengið að fullnægja þessari síauknu eftirspurn? Um alllangt árabil hefur eitt af verk- efnum Unesco verið í því fólgið að safna tölfræðilegum heimildum uin skóla- og menntamál í heiminum. Hefur það reynzt miklum erfiðleikum bundið. Oft og ein- att hafa því þeir, sem við slíkt fást, neyðzt til þess að nota áætlaðar tölur. Utreikn- ingur á heildarniðurstöðum, sem gilda fyrir heim allan, er feikilega erfiður sök- um þess hve grundvöllur þeirra, svo sem uppbygging og skipulag skólakerfa, svo og hugtök þau, sem notuð eru í sambandi við skóla- og menntamál, eru mismunandi frá einu landi til annars. Eigi að síður eru nú fyrir hendi tölur, sem gefa nokkuð góða og áreiðanlega heildarmynd af þróun þessara mála, og er þær að finna í miklu riti, sem Unesco hefur látið taka saman og nefnist World Survey of Education, 1957—1961. Þegar fjallað er um skóla- og mennta- mál í heiminum almennt, gerir Unesco ráð fyrir þremur fræðslustigum. Fyrsta stigið nær yfir barnafræðsluna; annað stig yfir ýmiskonar framhaldsmenntun, svo sem gagnfræðamenntun, iðnfræðslu, o. s. frv., er komi sem beint framhald af að minnsta kosti fjögurra ára fræðslu á fyrsta skólastiginu, og loks þriðja stigið, er taki til ýmiskonar æðri menntunar að loknu námi á öðru stigi. A þeirn fjórum árum, sem fyrrnefnt yfirlit tekur til, nam aukning nemenda á fyrsta skólastiginu 23 af hundraði; sömuleiðis 23 af hundraði á öðru stigi, og 35 af hundraði á þriðja skólastigi. En þess ber vel að gæta, að með þessum beinu tölum eru ekki öll kurl komin til grafar, því að fólksfjöldinn í heiminum hefur aukizt á þessum 20 ár- um, sem hér eru til umræðu, og það meir en lítið. Hver hefur þá aukningin á tölu innritaðra skólanemenda orðið með hlið- sjón af fólksfjölguninni? Þegar þannig er litið á málin, hefur árangurinn hvergi nærri orðið eins glæsilegur. Miðað við heildarfólksfjölda í heiminum árin 1957 -—1958 nutu 12,8 af hundraði formlegrar fræðslu á öllum þremur fræðslustigun- um. Árin 1961—1962 var þessi hundraðs- hluti af ibúatölu heimsins kominn upp í 14,6. Þetta er að vísu spor í rétta átt, en þó ekki eins stórt og margur 'kynni að ætla í fyrstu. Hinu má svo heldur ekki gleyrna, að það eitt, að unnt hefur verið að fjölga tölu þeirra barna, sem skólanám stunda, meir en sem nemur fólksfjölguninni í heiminum, hlýtur að teljast mjög mikilsverður árangur í bar- áttunni fyrir bættri menntun almennings. Hin reikningslega niðurstaða af þessu dæmi er sú, að aukningin í byggingu skóla og þjálfun kennara í heiminum nægir rétt til þess að veita sérhverju barni einungis lítið eitt betra tækifæri til fræðslu og menntunar en áður. Ef íbúafjöldi heims eykst með sama hraða framvegis sem hingað til, þá er útilokað að með sama áframhaldi reynist unnt að korna hverju barni til einhverrar fræðslu eða vinna bug á ólæsi fullorðins fólks, fyrir lok þessarar aldar. I upphafi þess timabils, sem hér er til umræðu, munu allflestir eflaust hafa litið svo á, að skynsamlegast og jafnframt auðveldast væri að hefja sókn í þessum efnum með því að gefa öllum börnum kost á ókeypis barnafræðslu, og rná að sjálf- sögðu finna þeirri stefnu ýmislegt til gildis. En þetta er þó hægara sagt en gjört, því að til þess að geta látið börn- um í té kennslu þarf þjálfaða kennara, ef árangurinn á að vera nokkuð í sam- ræmi við erfiðið. Það kom því brátt í ljós, að þetta bindur hvað annað, og skoðun manna hefur því tekið töluverð- um breytingum í þessu tilliti. Segja má.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.