Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 40

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 40
38 NIGEL BALCHIN ANDVARI vel íþróttum búinn og mikill bardaga- maður, en eftir þeim frásögnum, sem vér höfum, óvenju ljótur, með andlit ösku- grátt, munnljótur með framstæðar tennur. Skráð er, að hann hafi verið „löngum vel stilltur", orðtæki, sem oft kemur fyrir í fslendingasögum og þýðir líklega, að hann hafi haft töluverða sjálfstjórn. En allt sem vér sjáum Skarpheðin gera, bendir til þess, að hann hafi verið hvassyrtur og uppstökkur og haft „óheyrilega gaman af illdeilum", eins og sagt er um aðra fræga persónu. Ef Njáll telst ímynd hins hógværa stjórnvitrings, þá er Skarpheð- inn ímynd ungrar, norrænnar hetju og bardagamanns eins og slíkir gerðust um hans daga. Yngri bræður hans voru Grímur og Helgi, og þótt vér vitum, að þeir hafi verið hraustir menn og harð- gerðir og miklir bardagamenn, koma þeir venjulega fram sem uppfylling í mynd Skarpheðins. Auk sona Njáls átti hann tengdason, Kára að nafni, glæsimenni, fallegan og aðlaðandi. Kári var sé eini, sem komst lífs af, þegar Njáll var að lokum drepinn ásamt fjölskyldu sinni, og síðasti hluti sögunnar fjallar um hefnd hans. Fjöl- skylda Njáls virðist hafa verið mjög sam- heldin, og eftir að synir hans kvonguðust, bjuggu þeir hjá honum áfram ásamt skylduliði sínu, og var slíkt óvenjulegt. Vér höfum minni kunnleika í ein- stökum atriðum og minni lýsingu á óvin- um Njáls, en að minnsta kosti einn, Þráinn Sigfússon, skiptir miklu máli, því að það var dauði hans, sem átti drjúgan þátt í lokaþætti harmleiksins. Idann var einn af sjö bræðrum, sem allir voru miklir vígamenn og frændur kempunnar miklu, Gunnars á Hlíðarenda. Þráinn virðist hafa verið heldur hrokafullur maður, montinn og mikið gefinn fyrir að sýnast, en hugrakkur og oft mildur. Hann átti son, Idöskuld að nafni, og eftir að Þráinn féll fyrir Njálssonum, tók Njáll Höskuld hinn unga til fósturs heim til sín og sýndi í því þá göfugmennsku, sem var ein- kenni hans, flækti með því enn frekar bönd blóðhefndarinnar og gerði lesandann fullkomlega ruglaðan í að greina á milli Idöskuldar sonar hans og Höskuldar fóst- ursonar hans. En meðal óvina Njáls og fjölskyldu hans ber Flosa langhæst. Hann kemur tiltölulega seint til sögunnar, þegar hann tekur við hefndarskyldunni fyrir hönd frændkonu sinnar, en þaðan í frá er hann meginafl og foringi þess flokks, sem undir- býr og drýgir óbótaverkið. Mynd Flosa er einstaklega skýr og sannfærandi. Idann var rnikill höfðingi og mikils virtur sem hugrakkur, dugandi og hraustur maður. Hann tók málið að sér ófús, þar sem hon- um var fullljóst, að hann átti ekki annars kost. Svo fremi stolt hans sé ekki sært með móðgunum, virðist hann alltaf hógvær, gáfaður maður og gagnheiðarlegur, sem skildi til fulls, að hann þjónaði röngum málstað og kunni því ekki vel. Það hefði verið auðvelt að gera Flosa illmenni í sögunni, en söguhöfundurinn talar alls staðar um Flosa með mestu virðingu, þó að samúð hans sé vissulega einkum með Njáli og skylduliði hans. Flosi er afbragðs- maður, sem kringumstæðurnar neyða út í ægilegan glæp, og í því ljósi er hann sannarleg harmsögupersóna. AÐDRAGANDI GLÆPSINS íslendingar voru auðvitað ekki aðeins miklir sægarpar, heldur og miklir víkingar, og sjóræningar. Við og við fóru ein- staklingar eða hópar manna í ferðalög til Skotlands eða Orkneyja eða jafnvel til Noregs og dvöldust þar nokkra mánuði að ránum annaðhvort á eigin spýtur eða í þjónustu einhverra voldugra höfðingja. Það var í slíkri ferð, sem synir Njáls, Helgi og Grímur, hittu fyrst Kára, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.