Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Síða 9

Andvari - 01.05.1967, Síða 9
ANDVARl í EYÐIMÖRK SÝRLANDS 7 Loks komum við í smábæ, sem heitir E1 Ma-an, og eru þá eftir 107 kíló- metrar suður að Rauðahafi. Þetta landsvæði tilheyrir nú Jórdaníu, en áður fyrr voru mörkin hér óljós milli Sýrlands og Arabíu. í E1 Ma-an er járnbrautar- stöð, en örskammt sunnan við bæinn endar járnbrautin, sem liggur til suðurs frá Amman og Damaskus. Þetta er Hedjas-brautin, sem kemur mjög við sögu uppreisnarinnar í eyðimörkinni. Tyrkir lögðu þessa braut, og var hún fullgerð árið 1908 og náði suður til Medína, en þar er gröf spámannsins, eins og kunn- ugt er. Trúarástæður rnunu hafa valdið því, að brautin var ekki lögð alla leið til Mekka. Var járnbraut þessi til mikilla þæginda fyrir hina fjölmennu flokka pílagríma, sem þyrptust til helgistaða Arabíu. Áður voru taldar 40 dagleiðir með úlfaldalest frá Damaskus til Mekka. En brautarinnar naut ekki lengi við. Á styrjaldarárunum fyrri brauzt út uppreisn í Arabíu, og var það eitt aðalhlut- verk uppreisnarmanna að tefja herflutninga Tyrkja suður á bóginn, og gerðu þeir stöðugar árásir á lestirnar, sem hér fóru um. Á þeim tíma voru ferðalög svo hættuleg, að fargjöldin voru 5 sinnum hærri í öftustu vögnunum en hinum fremstu. Síðar gekk T. E. Lawrence í lið með uppreisnarmönnunum og hafði einkum þann starfa á hendi að sprengja upp brýr. Ásamt félögum sínum tókst honum að sprengja 79 brj'r og eyðileggja járnbrautina á köflum, og komst engin lest lengra suður en til E1 Ma-an. Hér bjuggu herskáir bedúínaflokkar, og var foringi þeirra eða „sjeik,“ Oda abú Taji, talinn mestur hermaður í Arabíu norðan- verðri. Hann var náinn samverkamaður Lawrence. En síðar tók sonur hans, Móhammed abú Taji, við mannaforráðum. Hann er nú sjeik í E1 Ma-an og varðveitir sem helgan dóm gullbúið sverð, sem faðir hans bar í öllum sínum orustum. Arabar halda því fast fram, að hlutur Lawrence í uppreisninni hafi ekki verið jafnmikill og hann gefur sjálfur í skyn í bókum sínum, og hafa ýmsir brezkir höfundar stutt þá skoðun. Víst er það, að uppreisnin var þegar í fullum gangi, er Lawrence skarst í leikinn, en foringi hennar og upphafsmaður var Hússein „sýslumaður" í Mekka, langafi Hússeins, sem nú er konungur Jórdaníu. Eins líta Arabar svo á, að endalokin hefðu orðið þau sömu, þótt þeir hefðu ekki notið aðstoðar Lawrence. En þrátt fyrir það meta þeir hann rnikils og eru honum þakklátir fyrir þá hjálp, sem hann veitti þeim við að frelsa föðurland sitt. Að uppreisninni lokinni var gert við járnbrautina aftur og hún notuð enn í nokkur ár. En síðan 1925 hefur engin jámbrautarlest farið frá E1 Ma-an til Medína. Eftir það var hætt að halda brautinni við, og á styrjaldarárunum síðari voru teinarnir teknir upp til að nota þá annars staðar. Við höfum enga viðdvöl í E1 Ma-an, en hér eru vegamót. Nú yfirgefum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.