Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 64
GYLFI Þ. GlSLASON:
Sigurður Nordal áttræður
Ræða menntamálaráðherru, flutt í afmælishófi, höldnu til heiðurs dr. Sig-
urði Nordal prófessor á áttræðisafmæli hans, 14. september 1966.
1 riti sínu „Líf og dauði“ segir Sigurð-
ur Nordal:
„Við erum og verðum það, sem við
hugsum. . . . Munurinn á vitrum manni
og heimskum er oft alls ekki 'fólginn í
ásköpuðu gáfnafari, heldur í því, að ann-
ar stefnir á brattann í hugsunum sínum,
en hinn vafrar um í þoku sinnuleysis og
verður vinglaður á því að elta skottið á
sjálfum sér. . . . Hugsun er máttur. A
einni stuttri stundu, sem við horfum
berum augum á undur mannlegra örlaga,
geta sprottið upp lindir í hug og hjarta
— og ýmiss konar þekking, sem áður
var visin og dauð, orðið lifandi og starf-
andi þáttur í vilja okkar og breytni. Listin
að lifa, hin erfiðasta, nauðsynlegasta og
æðsta list allra lista, er framar öllu listin
að hugsa, að hugsa frjálslega, af ein-
lægni, djöífung og alvöru.“
Mér er til efs, að nokkur maður, sem
nú er uppi með íslendingum, hafi hugsað
meira og dýpra en sá maður, sem við
höfum hitzt hér til að heiðra vegna áttræð-
isafmælis hans, Sigurður Nordal. Enginn
nema hann sjálfur veit, hvert gildi hugs-
un hans hefur haft fyrir sjálfan hann.
En við hin vitum, hvert gildi hún hefur
haft fvrir okkur, fyrir Islendinga og alla
þá menn erlendis, er látið hafa sig það,
sem íslenzkt er, einhverju varða. Og þó
er ég í raun og veru ekki viss um, að við
gerum okkur að fullu ljóst, hversu áhrifa-
rík hugsun Sigurðar Nordals hefur verið
á ýmsum sviðum. Svo er um áhrif mikilla
manna, að oft á tíðum finnst öllum þau
nýju viðhorf, sem þeir valda, svo sjálf-
sögð, að það gleymist, sem áður var al-
menn skoðun.
Sigurður Nordal hefur hugsað um
flesta hluti, en mest að sjálfsögðu um ís-
lenzk fræði. Afrek hans á því sviði eiga
eflaust rót sína að rekja til þess, að hann
hefur ekki aðeins fjallað um þau sem
vísindamaður, heldur einnig sem lista-
maður. Mikill vísindamaður vex af því,
ef hann er jafnframt listamaður. Og
mikil list fágast, ef listamaðurinn agar
hugsun sína í samræmi við lögmál vís-
inda. Listsnauðum vísindum er hætt við
að verða ófrjó, — staðna. Rakalaus list
verður gjarna ósönn, dauð. Það er lista-
maðurinn í Sigurði Nordal, sem gert
hefur hann að miklum vísindamanni, og
vísindamaðurinn í honum, sem gert hefur
hann að mi'klum listamanni.
Kjarni hugsunar Sigurðar Nordals um
íslenzk fræði og skáldskapur hans er þó
meira en hrein vísindastörf og skáld-
skapariðja. Hann hefur sagt um bók
sína, „Islenzka menningu", að hún sé
„hugleiðing um vanda þess og vegsemd
að vera Islendingur nú á dögum“. En mér
virðist hún og önnur rit Sigurðar Nor-
dals vera enn meira. Þau eru hugleiðing
um vanda þess og vegsemd að vera maður.
Er manni nokkuð nauðsynlegra en að