Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 47

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 47
ANDVARI ÓBÓTAVERKIÐ 45 hafa verið miklu líkari Njáli að eðli og útliti en Skarpheðinn og bræður hans, og eftir dauða Höskuldar sagði Njáll opin- berlega á þingi, að heldur hefði hann viljað missa alla sína syni en Höskuldur væri drepinn. Ef þessi hefur í raun réttri verið afstaða hans, er sízt að undra, þótt sjálfs hans synir væru afbrýðisamir. Sama er að segja um afbrýðina hvað Bergþóru snerti, þegar hún sá kærleika Njáls til manns, sem ekki var sonur hennar og hafði verið leiddur inn á heimilið án þess ráðgazt væri við hana. 'Hvort sem fjölskylda Njáls var af- brýðisöm gagnvart Höskuldi eða ekki, voru þó aðrir menn það vissulega, og þeir voru sífellt að rægja Höskuld við Njáls- sonu. Nú virðist hafa orðið hlé, Sagt er, að vorið kæmi snemma, og menn væru önn- um kafnir að sá korni sínu. Þetta er senni- leg skýring á flestum hinum undarlegu hvíldum sögunnar. Það er um morð eins og styrjaldir, að oft verður þetta að bíða, unz búskaparönnum er lokið. Ef til vill fundu bræðurnir líka með sjálfum sér, að víg Höskulds mundi vera skör neðan við markalínuna jafnvel á mælikvarða þessara vígglöðu manna. Að lokum urðu þó fortölur rógberanna yfirsterkari, og snemma morguns riðu Njálssynir, Kári og maður að nafni Mörður, hatursmaður Höskulds, að Ossa- bæ, þar sem Hvítanesgoðinn bjó. Þar sátu þeir fyrir honum á svipaðan hátt og Höskuldi Njálssyni hafði verið gert fyrir- sát, — fimm menn réðust að honum óvörum og hjuggu hann. Þegar hann féll, sagði hann: „Guð hjálpi mér, en fyrir- gefi yður!“ Allir fimm veittu honum sár, en það höfðu þeir svarið að gera. Þetta var ekki gert af einni saman grimmd, heldur til að tryggja, að allir tækju á sig jafna ábyrgð á víginu. Blóð Höskulds vætti skikkjuna, sem hann bar, gjöf frá Flosa. Hér var komið langt frá hinum mikla hetjuskap, þegar Þráinn var drepinn á ísnum við Markarfljót og fimm menn höfðu ráðizt á og sigrað átta í frjálsum vopnaskiptum, en hér myrtu fimm menn einn saklausan með köldu blóði. Nú voru Njálssynir í fyrsta sinn ekki bardaga- hetjur, heldur hreinir og beinir morð- ingjar. Þeir höfðu drepið Þráin, og nú höfðu þeir drepið son hans og fóstbróður sinn. Njáll grét, þegar hann heyrði tíðind- in, ekki aðeins Höskuld, sem hann unni, heldur og hitt, sem á eftir mundi koma. „Hvat mun eptir koma?“ segir Skarp- heðinn. „Dauði minn," segir Njáll, „ok konu minnar ok allra sona minna.“ Menn trúðu, að Njáll væri forspár. Það kann hann að hafa verið, en hann hefði tæpast þurft á þeirri gáfu að halda til að spá þessu. Ein af fjölmörgum skuggahliðum á morði Höskulds Hvítanesgoða var sú, að bræðurnir og Mörður höfðu komið sér saman um, að Merði skyldi haldið alger- lega utan við málið, þó að hann væri einn af vegöndunum, og þar sem hann var kunnur lagamaður, átti hann að gefa sig fram til þess að undirbúa málið fyrir ættingja Höskulds. Þetta var því líkt sem félagi í glæpamannaflokki leitaðist við að verða sækjandi í máli. Afleiðingin mundi verða sú, að öll málafærslan færi út urn þúfur og málssóknin hlyti að mis- takast, þegar upp kæmist, að Mörður væri einn af morðingjunum. Þetta kænsku- bragð tókst ágætlega, og ættingjar Hösk- ulds fengu einmitt Mörð til að sækja málið af sinni hálfu. Fregnin um rnorð Höskulds hafði nú borizt Flosa, og hann kom að heimsækja Hildigunni, frænku sína, sem var nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.