Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 53
andvari
ÓBÓTAVERKIÐ
51
elliær. Dag nokkurn sást hún vera að
berja arfasátu með lurk og kallaði hana
„vesluga”. Þegar hún var spurð, hverju
þetta sætti, svaraði hún, að sátan mundi
verða notuð til að kveikja í húsunum,
þegar allir yrðu inni brenndir, og beiddist,
að hún yrði borin á vatn eða brennd hið
bráðasta. Gamla konan kann að hafa verið
geggjuð, en vissulega var heilbrigð skyn-
semi í því, sem hún lagði til, og hún
reyndist betur að sér í hernaðarlist en
Skarpheðinn, sem ekki gerði annað en
hlæja að henni, og sagði, að eitthvað ann-
að mundi finnast til að kveikja með eld,
ef slíkt væri fyrirfram ákveðið, jafnvel
þótt sátan væri þar ekki.
Vér undrumst nú þessa örlagabundnu,
skipulagslausu eða blátt áfram tilviljunar-
kenndu afstöðu Skarpheðins og annarra.
Njáll og synir hans vissu af skynsemi
sinni, orðrómi og upplýsingum Hróðnýjar,
að á þá yrði ráðizt, þó þeir vissu ekki
nákvæmlega hvenær. En þeir virðast ekki
hafa gert neitt sérstakt til að skipuleggja
varnir sínar. A hinn bóginn höfum vér
þegar séð, að FIosi hafði enga ákveðna
fyrirætlun um það, hvernig árásinni yrði
hagað, þegar hann og menn hans kæmu
loks að Berþórshvoli. Þetta var að nokkru
leyti sú norræna örlagatrú, að ekki yrði
spornaÖ við því, sem fram ætti að koma.
Norrænir menn höfðu litla fyrirhyggju
°g ráðagerðir og alls ekki að því er bar-
daga snerti, þó að athyglisverðar undan-
tekningar finnist eins og Njáll. Fyrir
þeim var eina meginregla bardagans að
greiða harðari og skjótari högg en and-
stæðingurinn. Undantekningin frá því
var eins konar dásamleg tilviljun, eins
°g þegar Skarpheðinn renndi sér eftir
tsnum til að drepa Þráin.
Að tilteknum degi og stundu reið Flosi
að austan með menn sína til mótsins. Þar
v°ru allir komnir, sem eiðum höfðu
bundizt, nema Ingjaldur, sem hafði rofið
eið sinn til þess að halda loforð sitt við
Hróðnýju að taka ekki þátt í árásinni.
Um það leyti, sem þeir voru að safnast
saman, voru bræður Skarpheðins, Grímur
og I lelgi, að heiman. Hundrað og tuttugu
manna fundi varð ekki haldiÖ leyndum,
og fregnir bárust bræðrunum, sem hröð-
uðu ferð sinni þegar í stað heim að Berg-
þórshvoli.
Þetta kvöld hlýtur að hafa reynt mjög
á Njál og fólk hans, því að allir vissu, að
nú var árásin yfirvofandi, og Bergþóra
sagði skýrt og skorinort, að hver og einn
skyldi velja sér mat, því að þetta yrði í
síðasta sinn sem hún skammtaÖi heimilis-
fólki sínu. Einnig Njáll sá í sýn, að
húsgaflinn hrundi og allt borðið var atað
blóði. I þessu dapra umhverfi var það
Skarpheðinn, sem sagði öllum að bera
sig vel og minnti á, að til þess væri ætlazt
af þeim öðrum fremur. Skarpheðinn var
greinilega einn þeirra manna, sem léttir
í skapi við hættur, eins og þegar hann
klæddist viðhafnarklæðum sínum áður
en hann fór að Þráni.
Áður en lagt var af stað, lét Flosi
menn sína ganga til kirkju og biðjast
fyrir. Fróðlegt væri að vita, hvers þeir
báðu, sigurs, fyrirgefningar eða hvors
tveggja? Þá riðu þeir að Bergþórshvoli,
bundu hesta sína í hvarfi við bæinn og
biðu þar til myrkurs. Þá gengu þeir i átt
til bæjarins hægt og í þéttum hóp að
skipun Flosa. Flosi játaði, að þetta væri
gert til þess að sjá, hvað Njáll og menn
hans tækju til bragðs. Sjálfur hafði hann
ekki enn neina ákveðna fyrirætlun.
Njáll og synir hans og Kári og allir
vígir menn á bænum komu út og stóðu í
fylkingu á hlaÖinu. Þá nam Flosi staðar
og hugleiddi, hvað til bragðs skyldi taka.
Honum var alls ekki um að ráðast á
heimamenn, meðan þeir væru á opnu
svæði.
Þessi tregða til árásar virðist undarleg