Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 12

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 12
10 JÓHANN BRIEM ANDVARI Ég drakk mikið vatn úr lófa mínum, því önnur drykkjarílát voru ekki tiltæk, en mér fannst of mikil áhætta að leggjast niður og drekka beint úr læknum, því enginn veit, nema hér kunni að leynast ennþá hræðilegri vatnaskrímsli en brunnklukkur og vatnskettir. Vatnið er svalt og hressandi, „lifandi vatn“, eins og Arabar kalla það til aðgreiningar frá pollavatni. Nú taka við daladrög, og hér er dálítil byggð, þó mjög strjál, nokkur eld- gömul smáþorp utan í brekkunum. Dalurinn heitir Vadí Músa, Mósesar- dalur, og lækurinn, sem eftir honum rennur, ber sama nafn. Hér hefur verið áningarstaður úlfaldalesta frá ómunatíð og er enn. Framundan gnæfa fjöllin rauðu, og er nú skammt þangað. Ber þar hæst einn tind, það er fjallið Hór, sem nú heitir Dsjebel Harún. En mannsnafnið Harún, sem kalífinn í Bagdad hefur gert ógleymanlegt, er sarna og Gyðinganafnið Aron. Fjallið heitir því Aronsfjall og er heitið eftir Aroni bróður Mósesar, en á þessu fjalli dó hann og var grafinn. Uppi á tindinum er ævagömul grafarhvelfing, en hún sést ekki héðan. Það á að vera gröf Arons. Landið er hrjóstrugt, því hæðir eru meðfram læknum og því ekki hægt að nota vatnið í áveitur. Samt hverfur lækurinn von hráðar, og eftir er farvegurinn þurr og grýttur. Þegar komið er fast að fjöllunum, verður fyrir okkur lítill veitingaskáli. Hér endar vegurinn. Höfurn við þá ekið 370 kílómetra. Sá sem ætlar sér að halda áfram ferðinni til hinna földu borgar, verður að ganga eða ríða. Hér eru nokkrir brúnir eyðimerkurbúar, sem leigja út asna og arabíska hesta, en ég tek hesta postulanna fram yfir þá arabísku. Þegar ég spyr til vegar, er mér vísað á götutroðning, sem liggur niður lága brekku og síðan niður með þurrum lækjarfarveginum. Eftir örskamma stund blasa við mér furðuleg mannvirki. Uppi á lágri hlíðarbrún til hægri handar eru nokkur grafhýsi í þyrpingu, höggvin út úr föstu bergi. Þau minna á snjóhús eskimóa eða strákofa kaffanegra, kringlótt og kúpt með ferhyrndum dyrum. Þau eru ljósbleik að lit, því enn er grjótið ekki orðið rautt. Síðan dýpkar dalurinn, og eru klettar til beggja handa, en niðri við götuna eru tvö grafhýsi ferhyrnd, að lögun sem musteri, einnig h.öggvin úr bergi og aðskilin frá klettaveggnum. En allt í kring eru hellisgrafir, dyr inn í hamrana, opnar gættir, og er bjargveggurinn sums staðar sléttaður og höggvinn þannig, að hann rninnir á framhlið húsa. Grafirnar eru mjög margar og formið margvíslegt. Þetta er dauðraborg Petru, eða réttara sagt, örlítill hluti af henni. Þegar komið er fram hjá þessum fornu gröfum, verður dal- urinn að djúpu gljúfri, barmamir hækka til beggja hliða, og allt í einu verðui gljúfrið að þröngri gjá eða geil, og götuslóðinn hverfur inn í myrkur. Nú hefst leið, sem ekki á sinn líka í þessum heimi. Gjáin er ekki nema 3—5 metrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.