Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 73
ANDVABI
HERMAN MELVILLE OG MOBY-DICK
71
ekki minni maður skrifað en Rudyard
Kipling. Þar hrósar Kipling Bullen fyrir
að hafa fyrstur leitt hvalveiðar inn í bók-
menntirnar. Þetta var um það bil 40 árum
eftir að ,,Moby-Diek‘' kom út. Skáldsaga
Melvilles var gleymd í hinum enskumæl-
andi heimi. Ef svo hefði ekki verið
mundi höfundur „Hinna sjö hafa“
áreiðanlega hafa minnzt á hana.
Þó get eg ekki losað mig við þá hug-
mynd, að Frank Bullen hafi lesiS Mel-
ville. Stíll hans er meS öðrum hætti, hann
hefur ekki til að bera hina miklu tilburði
Melvilles, heldur ekki efnismagnið í raun-
sæinu, en þaS er sumt sem minnir á
hann, og sá lesari, sem er á skipi Bullens,
getur einstaka sinnum fundið á sér, að
glæsilegri gnoð, Hollendingurinn fljúg-
andi, siglir í kjölfarinu.
Það er þá Herman Melville, sem er
fremstur allra. A hinni einu sælustund
snilligáfu hans, á einu sköpunarári, segir
hann í eitt skipti fyrir öll frá hvalveiðun-
um svo sem þær voru áður en skutlinum
var hleypt úr fallbyssu og hvalveiðararnir
urðu að fara á bát í minna en tíu metra
færi við hvalinn svo að hægt væri að kasta
skutli af hendi.
Það er víst einnig svo, að í skáldsögu
Melvilles verður „hið karlmennskulega"
haf í fyrsta skipti í seinni tíma bókmennt-
um að sjálfstæðum og tröllviðum heimi,
en hafði lengi ekki veriS annað en leik-
rænt útsýni. ÞaS er í fyrsta skipti að sag-
an fer fram í fullri alvöru á hafinu einu.
Mennirnir sem hún fjallar um eru svo
bundnir öldugrunninu, að þegar þeir
reyna að þætta saman lausa kaðalsenda
lífs síns, sækja þeir tjáningar í eðli hafs-
ins, en þurrlendið, sem þeir þrá og flýja
fljótt aftur, er ekkert nema birta, friður,
ekki af jarðneskum heimi. En sjórinn er
þeirra lifsákvörðun og þeir koma aðeins
að landi til að tímgast eins og selirnir.
AS Melville liSnum hafa örfáir rit-
höfundar skynjað hafiS á þessa lund,
nefna verður hinn myrka tvíræða Joseph
Conrad, brezkt skáld, Pólverja að ætt.
Farmannaþjóðir eiga fáa menn, er segja
frá hafinu, þótt undarlegt sé, NorSur-
landabúar eru sérstaklega snauðir í þess-
um efnum. En svo hefur ekki alltaf verið,
og einkennilegt er það, að í rauninni telur
Melville hina fornu Norðurlandabúa
vera sína sönnu forvera sem sjómenn,
hvalveiðara og sagnaskáld.
Melville skyggnist sem sé langt aftur
í tímann þegar hann leitar að fyrirrenn-
urum sinum, það er Hómer og fornsög-
urnar. Auðsætt er, að hann telur að þar
megi finna ýmislegt, sem heyrir undir
nýrri alda sögu.
Haf Hómers og haf fornsagnanna voru
máttarvöld, þau voru æði sundurleit, en
regin voru í báðum, Ránardætur syntu
með hrímgað hár, er Nereiðurnar skreyttu
hadd sinn blómum. En Melville gat ekki
heldur lýst mætti og lögmáli hafsins án
þess að líta þar guði. Þeir eru greinilegir
og þeir eru gæddir geysilegu afli, en eðli
þeirra verður illa greint og þeir eiga sér
ekki nöfn að hætti sjávarguða Hómers
og Norðurlandabúa, en þau nöfn voru
í þann tið öllum skiljanleg. AS vísu ber
voldugasti sjávarguð Melvilles nafn, amer-
ísku hvalfangararnir kölluðu hann Moby-
Dick. Hann birtist í líki hins þjóðsagna-
kennda hvíta búrhvelis, sem Akab skip-
stjóri eltir og býður öllum höfuðskepnum
birginn. En Moby-Dick er nú einskonar
dulnefni. Menn verða að þekkja hiS dul-
vísa eðli hafsins og lífshættulegan starfa
hvalveiðimannanna, skelfingu þeirra og
trú, til þess að komast að því, hvað Moby-
Dick þýðir.
Melville hefur þó annað nafn á hvaln-
um, hann kallar hann Leviatan. Hann
notar það sem samheiti um búrhvelin,
konungsættina í ríki hinna stórvöxnu
sjókinda. Það táknar þó framar öllu öðru