Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Síða 57

Andvari - 01.05.1967, Síða 57
andvahi ÓBÓTAVERKIÐ 55 með sér austur. Sumir vildu leita í rústum bæjarhúsanna að líki Skarpheðins og ann- arra, en Flosi heimtaði, að þeir héldu af stað svo fljótt sem unnt væri, áður en Kári gæti safnað liði gegn þeim um allt héraðið. Flosi var að austan og því eins konar útlendingur í þessum hluta landsins, svo að jafnvel þeir, sem ekki höfðu mikla samúð með Njálssonum kynnu að líta á brennuna sem eins konar innrás. A leið sinni nam flokkurinn staðar til að hefna eiðrofanna á Ingjaldi eins og þeir höfðu svarið að gera. Þeir komu að honum, þar sem hann reið á árbakkanum andspænis þeim, og Flosi skaut að honum spjóti og særði hann. Ingjaldur skaut spjótinu til baka, drap einn af mönnum Flosa og komst undan í skóginn. Þeir höfðu ekki tíma til að elta hann og riðu hið skjótasta brott, en stefndu þó ekki austur, þar eð þeir vissu, að óvinir þeirra mundu gera ráð fyrir að þeir gerðu það. Meðan þessu fór fram, hafði Kári safnað miklu liði frænda og vina til að veita þeim eftirför; en þeir gerðu ráð fyrir, eins og Flosi hafði búizt við, að brennu- menn mundu ríða austur, og tókst því ekki að finna þá. Bersýnilega var ákveðið að bíða eftir að flokkur Flosa sundraðist og menn riðu til húa sinna, eða færu að minnsta kosti í heimsókn til kvenna sinna, þegar hægt væri að gera upp sakirnar við þá hvern í sínu lagi. Flosi hafði einnig gert ráð fyrir þessu, og hann krafðist þess, að fylgismenn hans héldi saman og riðu heim með honum. Þetta gerðu þeir og dvöldust hjá honum nokkra mánuði. Það gefur nokkra hugmynd um búskap Flosa, að svo virðist sem hann hafi getað hýst og fætt hundrað og tuttugu menn auk hús- karla sinna mánuðum saman. Oss er sagt, að FIosi minntist aldrei á brennuna. Þegar leitað var í rústunum af bæ Njáls og menn komu að þeim stað, þar sem Njáll hafði lagzt niður, var grafið gegnum mikla öskuhrúgu, og fannst þar uxahúðin, skorpin af hita. Þegar húðin var tekin upp, fundust lík Njáls, Bergþóru og sonar Kára óbrunnin undir húðinni, nema einn fing- ur drengsins, sem hann hafði teygt út undan húðinni, var brenndur af. Sú staðreynd, að líkin voru óbrunnin, var talin „stór jarðtegn", þótt auðvitað gæti ný húðin vel verndað þau fyrir eldinum. Ásjónur þeirra Njáls og Bergþóru voru líka sérlega rósamlegar og bjartar. Líkami Skarpheðins fannst fast upp gaflhlaðið, þar sem fallin þekjan hafði klemmt hann. Fætur hans voru brunnir upp að knjám, en annars var hann ekki brunninn. „Flann hafði bitit á kampi sínum. Augu hans voru opin ok óþrútin. Hann hafði rekit öxina í gaflhlaðit svá fast, at gengit hafði allt upp á miðjan fet- ann, ok var ekki dignuð“. Þegar hann var afklæddur til greftrunar, sáust merki á baki hans og bringu, brennd í kross, og ætluðu menn að hann mundi hafa brennt sig sjálfur. Af því, sem vér vitum um Skarpheðin, verður slík guðrækni ekki ætluð honum með miklum líkum, en leitarmennirnir vildu helzt finna svo mörg hálfgildings kraftaverk og jarðtegnir sem unnt væri. Flestum mun ganga hjarta nær sú staðreynd, að þarna fannst lík Sæunnar gömlu, sem barið hafði hina illu arfasátu og spáð til hvers hún yrði notuð. Hún hafði verið fóstra Bergþóru og hlýtur að hafa neitað að ganga út með öðrum kon- um. EFTIRMÁL GLÆPSINS Þótt Kári hefði riðið með miklum liðs- afla að elta brennumenn þegar eftir brenn- una, virðist ekki hafa verið talið fært að veita þeim eftirför austur, þegar þeir voru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.