Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 20

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 20
18 JÓHANN BRIEM ANDVARl miklu stærri mynd. Dökkir runnar eru á víð og dreif, mittisháir, og eitt og eitt lauftré hér og þar, en ekki hávaxin. Dökkur og síðklæddur Arabi rekur tvær ær á undan sér eftir sandinum. Þar sem sólin skín á klettana, eru þeir rósrauðir, en lyfrauðir í skugganum. Liturinn minnir ekkert á brunnið hraungjall, er ekki brúnleitur, heldur skær og kaldur. En hvergi er bergið eins skrautlegt og inni í dómsalnum. Salurinn er víð- áttumikill, loftið flatt og veggir sléttir, en um þá hríslast rauðar og hvítar æðar, sem gera flötinn lifandi. Hér væri allri skreytingu ofaukið. Breitt hellulagt stræti liggur um borgarstæðið þvert. Við austurenda þess er rúst af musteri, sem hlaÖið er úr höggnum steinum. Margar súlur standa þar enn uppi og einn hár bogi. Annað musteri stóð við götuna vestarlega, en er nú miklu rneira hrunið. Engar aðrar leifar af hlöðnum húsum sjást nú í Petru. Leiðin eftir dalnum liggur til vesturs. Hamrarnir, sem blasa við beint á móti, eru allir holaðir innan engu síður en austan megin. Á klettakolli eða múla, sem skagar út úr vesturhömrunum, stóð „akrópólis" Petru eða háborg. Þar hefur verið komið fyrir forngripasafni í einurn hellinum hátt uppi, en greiðfærar tröppur liggja þangað, og er leiÖin auðveld. En skannnt norðan við þennan múla opnast geil í hamrana, og hverfur lækjarfarvegurinn þangað inn. Lækurinn rennur þversum yfir dalinn, en ekki eftir honum endilöngum, kemur út úr klettunum að austan og hverfur inn í björgin að vestan. Þessi geil er frá náttúrunnar hendi algjörlega eins og gjáin Es Sik, sem gengið var eftir inn í borgina, en hún hefur ekkert verið löguÖ til og er gjörsamlega ófær nema mjög skamman spöl. Lítill strákur kemur til mín, svartur á brún og brá og tötralega klæddur. Hann heldur á rauðum steini í hendinni og strýkur honum þéttings fast um lófa sér. Mér sýnist steinninn vera votur, en lófinn er eldrauður. Strákur réttir að mér steininn og býður mér hann til kaups. Ég fæ honum nokkra skildinga, og virtist hann vera ánægður með það. Þegar ég reyndi þetta síðar, konr það í ljós, að steinninn litar frá sér, ef hann er vættur. í fimm klukkustundir reikaði ég um þessa mannlausu, rauðu furðuborg og kom þó aðeins inn í fáar vistarverur af þeim ótrúlega fjölda, sem þar er. Svæðið er ekki stórt, á að gizka einn til tveir ferkílómetrar. Þegar liðiÖ er á dag, mæti ég gömlum Araba í gráröndóttum kyrtli með rauðdröfnótta hettu á höfði. Hann hélt á litlum kassa eða stokki í hendinni. Var að selja forngripi, sem hann hefur sjálfur fundið hér í borgarrústunum. Ég keypti af honum larnpa úr brenndunr leiri og nokkra peninga, gríska og róm- verska, því ennþá leynast fólgnir fésjóðir í Petru. Þessir gripir voru áreiðanlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.