Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 51

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 51
ANDVARI ÓBÓTAVERKIÐ 49 en var alveg viss um að geta varið hendur sínar. Njáll svaraði: „Þat mun þá fram koma, er öllum mun verst gegna.“ Gerðardómsmennirnir á þingi, sem höfðu lagt sig fram í þágu friðarsins, voru nú skildir eftir í óþægilegum kringumstæðum með sex hundruð silfurs, sem enginn vildi líta við. Farið var fram á, að þeir, sem lagt höfðu fram féð, tækju það aftur, en samkvæmt norrænum siða- reglum var ósæmilegt að taka aftur nokk- uð það, sem gefið hafði verið af frjálsum vilja. Einn af framlagsmönnum fjár- ins orðaði þetta svo: „Þá skömm kýs ek eigi mér til handa at taka þat aptr, er ek gef, hvárki hér né annars staðar.“ Að lokum var ákveðið, að fénu skyldi skipt í tvo staði og fengið til gæzlu tveimur af gerðarmönnunum, sínum frá hvorum að- da, til næsta alþingis samkvæmt hinni almennu reglu um endurgreiðslu. Allir fundu með kvíða, að ekki mundi líða á löngu áður en fjár yrði þörf til að bæta fyrir eitthvað. Spilaborg friðarins, sem Njáll og hinir vitrari menn af báðum flokkum höfðu reist af kostgæfni, var nú loks hrunin. Aðalástæðan til þess að hún hrundi var stolt og skapríki Skarphéðins annars vegar og Flosa hins vegar, og það er hlálegt, að meðal dyggða þeirra beggja er talinn sá eiginleiki „að vera stilltur vel“. Þessi mistök einstaklinga skiptu þó líklega minna máli en hitt, hversu alþingi brást í framkvæmd félagslegs réttlætis. Flosi hafði neitað staðfastlega að fylgja eftir blóðhefndinni og haldið fast við að sækja málið að lögum. Fyrir þetta uppskar hann þau laun, að Hildigunnur kallaði hann hvers manns níðing. Þegar til þings kem- ur, rekur Flosi sig á, að þessu máli hans, deginum ljósara, er hægt að skjóta til hliðar með „lögmætum" útúrsnúningum. Það, sem Flosi bað um, var réttlæti og hæfileg refsing fyrir afbrotamenn. Honum var neitað um réttlætið, og enda þótt hon- um væri boðin mikil fjárhæð í staðinn, komu tveir þriðju hlutar af því fé ekki frá sakaraðilum, heldur úr almennum sam- skotum. Honum hlýtur að hafa fundizt Njálssynir „sleppa frá morðinu" í bók- staflegasta skilningi. Flosi var alvarlega hugsandi maður, og hann kann að hafa fundið, þótt óljóst væri, að eitthvað meira væri í húfi en persónuleg virðing hans. Svo var líka í raun réttri. Þjóðfélagið, sem alþingi fór með umboð fyrir, hafði sýnt góðan vilja, höfðingsskap, friðarvilja og jafnvel félagslega ábyrgðartilfinningu. Það, sem það hafði ekki sýnt, og það, sem það gat ekki sýnt vegna ófullkom- innar löggjafar og skipulagsleysis, var réttlæti og vald. UNDIRBÚNINGUR OG FRAM- KVÆMD ÓBÓTAVERKSINS Strax eftir síðustu deiluna á alþingi kallaði Flosi saman fylgismenn sína og Sigfússonu og spurði þá, hvað þeir hygðust nú fyrir. Vafagemlingarnir tveir, Grani Gunnarsson og Gunnar Lambason, hrópuðu auðvitað, að þeir sættust ekki á neitt fyrr en Njálssynir lægju dauðir. í þetta sinn virtust allir sömu skoðunar og þeir. Jafnvel Ketill úr Mörk, tengdasonur Njáls, sem ætíð hafði verið staðfastur friðarsinni, féllst nú á, að ekki væri um neitt að velja. Enginn vafi er á, að fylgismenn Flosa fundu nú, að ekki einungis heiður ættai þeirra, heldur og líf þeirra var í veði, þar sem þeir áttu í blóðugri deilu við jafn óttalega andstæðinga og Njálssonu. Á fundinn komu hvorki meira né minna en hundrað og tuttugu menn, og Flosi krafðist þess fyrst, að valinn yrði foringi. Þetta var formsatriði að meira eða minna leyti, því að Flosi var sjálf- sagður fyrir ættar sakir, valda og hæfi- leika, og hann var einróma kjörinn. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.