Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 31

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 31
ANDVABI OIÐÍPÚS KONUNGUR OG HÖFUNDUR HANS 29 sigurinn. Kleomedesi féll þetta svo þungt, að hann varð óður. Sneri hann heim, réðst inn í skóla, þar sem voru saman komin um sextíu börn, kippti stoð undan þakinu, svo að það hrundi á börnin og biðu þau bana. Þegar samborgarar hans tóku að grýta hann, leitaði hann hælis í helgidómi gyðjunnar Aþenu. Komst hann þar í kistu eina mikla, skellti aftur lok- inu og læsti sig þannig inni. Þó að allra bragða væri neytt, tókst ekki að opna kist- una. Loks var rofið á hana gat. En ekki fannst tangur né tötur af Kleomedesi. Var þá sent til véfréttarinnar í Delfum til að spyrja, hvað af honum hefði orðið. Hofgyðja Apollons svaraði: „Síðust hetjanna er Kleomedes frá Astýpalaia. Heiðrið hann með fórnum sem persónu, sem eigi er lengur dauðleg." Svo mikið er víst, að dýrkun þessarar hetju var enn við lýði, er Pásanías skráði rit sitt á 2. öld e. Kr. b. Þó að Sókrates væri að vísu um flest ólíkur hetjunum, þá sór hann sig samt í þeirra ætt um sumt, t. a. m. að því leyti, að hann vildi heldur deyja en hætta við það ætlunarverk, er hann taldi sér hafa verið fyrirhugað að guðlegri for- sjón. Og hann ögrar óvinum sínum eins og hetjurnar gera gjarna, er hann stingur upp á, að sér verði dæmdur sess við veizluborðið í ráðhúsinu eins og ólym- pskum sigurvegara. Það er því eigi al- veg að ófyrirsynju, að Sókrates líkir sér við hetjurnar Ajax (Apol. 41 b) og Akkil- les (Apol. 28 c—d). Staðfestu þeirra var hann gæddur í ríkum mæli, en líka örlar á ögrandi hroka þeirra í framkomu hans fyrir dómstólnum. En þó að ýmsar af þeim hetjum, sem leikrit Sófoklesar fjalla urn, hafi verið tignaðar í Aþenuborg á dögum Sófoklesar, þá má segja, að hugsjónir þær og trúar- hugmyndir, sem hetjudýrkun voru tengd- ar, hafi verið í hrópandi mótsögn við lýðræðislega stjórnarháttu og hið blóm- lega menningarlíf þar á dögum Perí- klesar. í slíkt þjóðfélag, sem byggist á samstarfi og gagnkvæmum tilslökunum, hefðu hetjurnar lítið erindi átt. „Maður, sem er óhæfur til samvinnu við aðra“, segir Aristoteles í frægri setningu, „eða sem er svo sjálfum sér nógur, að hann þarf ei á öðrum að halda, á enga hlut- deild í mannlegu samfélagi, rétt eins og dýr eða guð (þeríon e þeos).“ Nú er það hins vegar viðurkennd staðreynd, að skáld verði að skrifa í sam- ræmi við hugsunarhátt og tilfinningar samtíðarinnar, ef þau eigi að fá áheyrn. Þau verði að orka beint og vafningalaust á áheyrendur. Samkvæmt því má álykta, að örlög og skapofsi manna eins og hetj- unnar Akkillesar hafi verið hugstæð Sófo- klesi vegna þess, að hann hafi litið á þau sem táknræna mynd af vandamálum samtíðar sinnar. Frjáls samtök óháðra borgríkja til að frelsa Grikkland úr klóm erlends valds, höfðu, er íram liðu stundir, breytzt í herskátt stórveldi, þar sem Aþenuborg réð lögum og lofum. Kúgaði hún aðrar borgir til hlýðni við sig og refsaði þeim grimmilega, ef þau sýndu mótþróa. Jafnvel Períkles notaði orðið týrannis um þetta veldi Aþenuborgar (Þúkýd. 2. 63), en það orð merkti ein- ræðisríki eða harðstjórn. Sófokles hafði sjálfum verið falið að framkvæma refsi- aðgerðir gegn borgurn, sem fyrrum höfðu verið frjáls og fullvalda bandalagsríki, en voru nú orðnar skattskyldar undir- tyllur Aþenuborgar. Llann hafði sjálfur orðið vitni að því hvernig óttinn við Aþenu og hatrið á henni höfðu stöðugt aukizt. Lúður frelsisins gall nú eins og í Persastríðunum, svo að undir tók um allt Grikkland, og kallaði menn til baráttu gegn harðstjórum. En sá var munurinn, að nú voru harðstjórarnir innlendir. Þessi styrjöld, Peleifsskaga-ófriðurinn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.