Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 7
andvari
í EYÐIMÖRK SÝRLANDS
5
Olíufjallið hjá Jerúsalem. Ljósmyndirnar eru eftir höfundinn.
Það birtir óðum, og þegar við konrum á efstu brún, er orðið albjart. Við
förum lrjá Amman, höfuðborg Jórdaníu, en ekki inn í borgina. í fomöld hét
hún Fíladelfía og var höfuðborg Ammoníta. Hér skiptast leiðir, og komum við
nú á nýjan veg, er liggur frá Anrman allt suður að Rauðahafi. Nú er hert á
ferðinni, er brekkumar eru að baki, en framundan breiðist öldótt land vel
ræktað. Hér er akur við akur og þorp á víð og dreif. Það er fallegt að horfa yfir
akrana, því nroldin í Austurlöndum er nriklu rauðari en hér, en dökkgræn trjá-
belti eru víða milli reitanna. Sólin kemur upp, þokan eyðist, og himinninn er
heiður og blár.
Vegurinn er breiður og góður, og bíllinn fer alltaf á 110 kílómetra hraða.
Við stefnum til hásuðurs. Ekki líður á löngu, þangað til hið ræktaða land er
langt að baki. Tekur nú við auðn og óbyggð, þar senr hvergi sér til manna-
byggða. En víða sjást bedúínatjöld, stundum eitt og eitt, stundum mörg saman.
En aldrei sá ég fólk á ferli við tjöldin. Hér eru heldur engir á ferð á veginum
nema einn og einn bíll, og engir hópar bíða við vegarbrúnina. Þetta er dautt
land, auðn og eyðinrörk, gulbleikir melar, en grastoppar hér og þar, sem nú em
gulir og visnir. Yfir að líta minnir jörðin á móaheiði á íslandi, þegar sumri
hallar. Þó er það fremur litur grjótsins en grastoppanna, sem gefur landinu