Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 86
84
ÞÓRÐUR EINARSSON
ANDVARl
II og drottninguna Nefertari. Nú hafa
þessi risastóru listaverk verið bútuð sund-
ur og síðan flutt þaSan, sem þau höfðu
staðið árþúsundum saman og endurbyggð
á óhultum stað, nokkur hundruð metra
frá stíflunni. Er þaS án efa umfangs-
mesta verkefni, sem nokkru sinni hefur
verið ráSizt í til björgunar menningar-
verðmætum.
Loks skal þess getíð, að á undanförn-
um 10 árum hafa tveir hópar sérfræð-
inga á vegum Unesco gert mjófilmur af
4 milljónum blaðsíSna verSmætra bóka
og skjala, sem geymd eru í skjala- og
bókasöfnum 15 landa.
Þetta fremur lauslega yfirlit um starf-
semi Menningarmálastofnunar Samein-
uSu þjóSanna er nú orðið alllangt, en þó
hefur einungis verið minnzt á fátt eitt
af þeim fjölmörgu merkilegu verkefn-
um, sem stofnunin vinnur að víðs vegar
um heim, og lítt eða ekki rætt um tvö
mikilvæg starfssvið, sem sé andleg tengsl
eða fjarskipti hverskonar (communica-
tions) og félagsfræðileg málefni, sem
Unesco hefur einnig látiS sig miklu
skipta. Á s. 1. vori störfuðu samtals 1.067
starfsmenn á vegum Unesco í 90 lönd-
um, en 810 þeirra voru sérfræðingar á
sviði skóla- og menntamála, hagfræðing-
ar, raunvísindamenn, fornleifafræðingar,
sagnfræðingar, bókaverðir o. s frv. Sam-
tímis taldi starfslið Unesco í aSalstöðv-
unum í París 635 manns.
Eins og áður segir ræður Unesco jafnan
töluverðan fjölda sérfræðinga á ýmsum
sviðum til starfa á sínum vegum víðs
vegar um heim og til misjafnlega langs
tíma. Er í því sambandi engin fjarstæða
að ætla, nú þegar ísland er orðinn aðili
að Unesco, að íslenzkir sérfræðingar í
ýmsum greinum geti ráðizt til starfa
takmarkaðan tíma á vegum stofnunarinn-
ar. Væri slíkt af ýmsum ástæðum mjög
æskilegt, og við þaS myndi vinnast tvennt.
I fyrsta lagi gætu þessir Islendingar á
þann hátt miðlað af menntun sinni og
sérfræðilegri þekkingu til 'framdráttar
þeim málum, sem Unesco vinnur að, en
á hinn bóginn gætu þeir með þessu móti
aflað sér dýrmætrar reynslu, sem síðar
getur komið að góðum notum við störf
hér á landi. Væri þetta e. t. v. sá skerfur,
sem mikilvægastur gæti talizt af hálfu
íslands til framdráttar þeim verkefnum,
sem Unesco vinnur að.
Enda þótt hér hafi verið minnzt á ýmis-
legt í þeirri fjölbreyttu og víðtæku starf-
semi, sem Unesco befur með höndum
til framdrátta,r vísindum, mennta- og
menningarmálum í heiminum, þá er þó
eftir að geta þess markmiðs, sem stefnt er
að með öllu þessu, en það er eitt og hið
sama hjá öllum þeim stofnunum og sam-
tökum, sem mynda fjölskyldu SameinuSu
þjóðanna. Höfuðmarkmið Unesco er ekki
tæknilegt í eSli sínu, heldur öllu fremur
siSferðilegt. Stofnunin vinnur ekki að
framförum á sviði mennta, vísinda og
menningarmála einungis framfaranna
sjálfra vegna, hversu mikilsverðar sem
þær annars kunna að vera, því að í ljósi
þeirra ákvæða, sem 'felast í stofnskránni,
eru þetta aðeins -tæki eða leiðir til að ná
æðra markmiSi, friSi. Unesco var stofnaS
í þeirri trú, að það sé maðurinn sjálfur,
og það frelsi, sem hann áskapar sér, er
endanlega ráði gangi sögunnar og velji
milli stríðs og friðar, og þar af leiðandi
geti ekki verið um neinn sannan frið að
ræða nema mennirnir geti komiS sér
saman um þá heimsmynd, sem hugur
þeirra girnist og virðir, eða eins og segir
í upphafi stofnskrár Unesco:
Stjórnir þeirra ríkja, sem aðilar eru
að þessari stofnskrá af hálfu þjóða
sinna, lýsa yfir því:
að úr því styrjaldir eiga sér upptök