Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1967, Side 56

Andvari - 01.05.1967, Side 56
54 NIGEL BALCHIN ANDVARI að ganga út, en einnig hún neitaði: „Ek var ung gefin Njáli, ok hefi ek því heitit honum, at eitt skyldi ganga yfir okkr bæði“. Þá mælti Njáll við Bergþóru: „Ganga munum vit til hvílu okkarrar ok leggjast niðr. Hefi ek lengi værugjarn verit“. Þau gengu þá til hvílu sinnar og lögðust niður með sveininn, son Kára, milli sín, og bryti Njáls breiddi að skipun hans yfir þau húð af nýslátruðum uxa. Eftir það hreyfðust þau eigi né gáfu hljóð frá sér. Þegar S'karpheðinn sá föður sinn og móður leggjast til hvíldar, mælti hann: „Snimma ferr faðir várr í hvílu, ok er þat sem ván er: hann er maðr gamall“. Brytinn hafði nú komizt út úr húsinu, svo að eftir voru aðeins, auk Njáls, Berg- þóru og drengsins, Skarpheðinn, Grímur og Kári, sem enn börðust fast. En nú tóku stórviðir hússins að falla, og Flosi hörfaði undan með menn sína og lét eld- inn ljúka verkinu. Eitt af hinum stóru þvertrjám hafði brunnið um miðju, svo að annar endinn lá á gólfi niðri, en hinn skorðaður hátt uppi við vegginn. Kári kallaði til Skarp- heðins og sagði honum að hlaupa upp þvertréð og stökkva frá efri enda þess, en Skarpheðinn heimtaði, að Kári færi á undan, en kvaðst mundu koma þegar á eftir honum. Kári hikaði við að yfirgefa hann, en Skarpheðinn hvatti hann að fara og hefna sín, ef hann kæmist undan. Kári tók þá logandi stokk og kastaði hon- um út í húsagarðinn. Meðan athygli Flosa og manna hans var bundin við brennandi stokkinn, stökk Kári ofan af þakinu. Klæði hans loguðu, og hárið var sviðið af, en hann laumaðist brott í skjóli af reyknum, hljóp að tjörn einni og kastaði sér í hana og slökkti í klæðum sinum og komst undan út í myrkrið. Jafnskjótt og Kári hafði stokkið, reyndi Skarpheðinn að hlaupa upp þvertréð, en það brotnaði undir honum. Hann reyndi þá að klifra upp vegginn, en hann lét líka undan, og hann féll niður aftur. Þá mælti Skarpheðinn: „Sét er nú, hversu vera vill“. Reyndi hann þá að brjóta sér leið meðfram hliðarveggnum til að finna Grím, bróður sinn, en þegar hann kom til hans, féll Grímur dauður niður, —• hefur líklega kafnað. Þá féll niður það, sem eftir var af þakinu, svo að Skarpheð- inn varð fastur milli þekjunnar og gafl- hlaðsins. Flosi og menn hans dvöldust við eld- ana til dögunar. Meðan þeir voru þar enn, reið maður að og spurði tíðinda, og hverjir látizt hefðu í eldinum. Flosi svaraði, að víst væru þau Njáll og Berg- þóra dauð, synir þeirra allir og Kári og sonur hans. Maðurinn sagði, að þetta gæti varla verið, því að hann hefði mætt Kára fyrir fám stundum og lánað honum hest; hár Kára og ytri fatnaður hefði verið brenndur og annar eggteinninn á sverði hans, Fjörsváfni, hefði verið blár af eldi og deigur. Hefði Kári sagt, að hann mundi herða hann í blóði Sigfússona og annarra brennumanna. Þetta hlýtur að hafa verið skelfingar stund fyrir Flosa, því að hér hafði það einmitt gerzt, sem hann hafði ávallt óttazt: ungur maður og öflugur og ægilegur bar- dagamaður hafði komizt undan úr brenn- unni. Flosi hafði lagt allt í hættu til að greiða ættingjum Njáls eitt heljarhögg, sem skæri úr þeirra í milli. Með atferli sínu hafði hann unnið níðingsverk að skilningi norræns manns og drýgt dauða- synd sem kristinn maður. Aform hans hafði misheppnazt, er Kári komst undan. Þótt brennumenn væru hundrað og tuttugu manna flokkur, varð Flosa óðar ljcst, að nú voru þeir í lífshættu, —• eink- um, ef þeir héldu ekki saman, — og hann hvatti Sigfússonu til cð ríða heim
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.