Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 85
ANDVARI
UNESCO 20 ÁRA
83
sér fyrir, að hafin yrði víðtæk vísindaleg
rannsókn á því hvernig finna megi lausn
á einhverju mesta vandamáli, sem hinn
sívaxandi íbúafjöldi heims horfist nú í
augu við, en það er skortur á hæfu
neyzluvatni og misnotkun þess. Aætlunin
um þessar víðfeðmu vísindarannsóknir
nær til 10 ára og fela þær m. a. í sér at-
hugun á því hve miklu magni uppspretta
vatns í heiminum nemur. Þá hefur
Unesco aðstoðað við að koma á fót rann-
sóknarstöðvum á eyðimerkursvæðum
heims, svo sem í Tyrklandi, Indlandi,
Pakistan, Israel og víðar, en hlutverk
þeirra er að athuga á hvern hátt megi
rækta upp þessi svæði. Þá hefur Unesco
sýnt mikinn áhuga á jarðskjálftafræði og
jarðskjálftaverkfræði. Idefur stofnunin í
því sambandi komið á fót alþjóðlegri
kennslu- og rannsóknarstöð í jarðskj álfta-
fræði í Tókíó, og sérstakri mælingastöð
fyrir Suður-Ameríku í Lima í Perú. í
Kataníu á Sikiley hefur Unesco komið á
fót rannsóknarstöð í eldfjallafræði, og
komið hefur til tals að koma á fót ann-
arri alþjóðlegri rannsóknarstöð til athug-
unar á eldfjöllum og eldgosum.
Af þessu má sjá, að Unesco lætur raun-
vísindin síður en svo afskiptalaus, og er
þó fáfct eitt til tínt.
Á sviði hinna almennari menningar-
mála, svo sem sögu, bókmennta, tónlistar
og annarra fagurra lista, hefur Unesco
unnið hið merkasta starf á undanförn-
um tveimur áratugum. Útgáfustarfsemi
Unesco er orðin mjög mikil að vöxtum,
og mörg þau rit, sem stofnunin hefur
kostað og séð um útgáfu á, einkum á sviði
listasögu og fagurfræði, teljast til þess
merkilegasta, sem út hefur komið af
slíku tæi. Þá héfur stofnunin lagt sér-
staka áherzlu á að auka gagnkvæma
þekkingu og skilning á menningu aust-
urs og vesturs, og árið 1957 hóf hún að
framkvæma umfangsmikla áætlun í þessu
efni. Felur hún m. a. í sér víðtækar rann-
sóknir á sögu og menningu Austurlanda,
sem háskólar, ýmsar aðrar menningar-
stofnanir og kunnir fræðimenn vinna að.
Árangurinn af þessu starfi hefur þegar
orðið sá, að komið hefur verið á fót sér-
stökum stofnunum í Tókíó, Nýju Dehli,
Beirut, Kairó og Damaskus, sem hafa
með höndum rannsóknir á sögu og menn-
ingu Austuiianda. Þá hefur Unesco séð
um útgá'fu fjölda austurlenzkra skáld-
verka, bæði eldri og yngri, sem komið
hafa út í þýðingum á tungumálum Vestur-
landa.
Árið 1951 kom Unesco á fót alþjóð-
legri nefnd fræðimanna, sem annast á
samningu og útgáfu mikils ritverks, sem
fjalla skal um þróun mannkynsins allt
frá upphafi og fram á okkar daga. Fyrsta
bindið af þessu riti kom út árið 1963
samtímis í Lundúnum og New York.
Höfundar þess eru tveir kunnir fornleifa-
fræðingar, þau Jacquetta Hawkes og Sir
Leonard Woolley. Fjallar það um for-
sögu mannsins og upphaf menningar hér
á jörðinni. Þessi bók hefur nú verið þýdd
á fjölda tungumála fyrir tilstilli Unescos.
Annað bindi þessa verks kom út á ensku
í fyrra. Fjallar það um sögu fornaldar og
er samið af þeim Luigi Pareti, Paolo
Brezzi og Luciano Petech, en þetta bindi
er reyndar þrjár bækur. Sjötta bindi verks-
ins fjallar um 20. öldina og mun koma
út síðar á þessu ári.
Ekki er hægt að skilja svo við þennan
þátt í starfsemi Unesco án þess að minn-
ast á þá baráttu, sem stofnunin hafði
forgöngu um til að bjarga hinum víðfrægu
minnismerkjum í Núbíu, sem annars
hefðu horfið undir vatn í uppistöðunni
miklu við Aswanstífluna í Egyptalandi.
Merkust þessara fornegypzku minnis-
merkja eru að sjálfsögðu hofin tvö, sem
kennd eru við faraókonunginn Rameses