Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.05.1967, Qupperneq 85

Andvari - 01.05.1967, Qupperneq 85
ANDVARI UNESCO 20 ÁRA 83 sér fyrir, að hafin yrði víðtæk vísindaleg rannsókn á því hvernig finna megi lausn á einhverju mesta vandamáli, sem hinn sívaxandi íbúafjöldi heims horfist nú í augu við, en það er skortur á hæfu neyzluvatni og misnotkun þess. Aætlunin um þessar víðfeðmu vísindarannsóknir nær til 10 ára og fela þær m. a. í sér at- hugun á því hve miklu magni uppspretta vatns í heiminum nemur. Þá hefur Unesco aðstoðað við að koma á fót rann- sóknarstöðvum á eyðimerkursvæðum heims, svo sem í Tyrklandi, Indlandi, Pakistan, Israel og víðar, en hlutverk þeirra er að athuga á hvern hátt megi rækta upp þessi svæði. Þá hefur Unesco sýnt mikinn áhuga á jarðskjálftafræði og jarðskjálftaverkfræði. Idefur stofnunin í því sambandi komið á fót alþjóðlegri kennslu- og rannsóknarstöð í jarðskj álfta- fræði í Tókíó, og sérstakri mælingastöð fyrir Suður-Ameríku í Lima í Perú. í Kataníu á Sikiley hefur Unesco komið á fót rannsóknarstöð í eldfjallafræði, og komið hefur til tals að koma á fót ann- arri alþjóðlegri rannsóknarstöð til athug- unar á eldfjöllum og eldgosum. Af þessu má sjá, að Unesco lætur raun- vísindin síður en svo afskiptalaus, og er þó fáfct eitt til tínt. Á sviði hinna almennari menningar- mála, svo sem sögu, bókmennta, tónlistar og annarra fagurra lista, hefur Unesco unnið hið merkasta starf á undanförn- um tveimur áratugum. Útgáfustarfsemi Unesco er orðin mjög mikil að vöxtum, og mörg þau rit, sem stofnunin hefur kostað og séð um útgáfu á, einkum á sviði listasögu og fagurfræði, teljast til þess merkilegasta, sem út hefur komið af slíku tæi. Þá héfur stofnunin lagt sér- staka áherzlu á að auka gagnkvæma þekkingu og skilning á menningu aust- urs og vesturs, og árið 1957 hóf hún að framkvæma umfangsmikla áætlun í þessu efni. Felur hún m. a. í sér víðtækar rann- sóknir á sögu og menningu Austurlanda, sem háskólar, ýmsar aðrar menningar- stofnanir og kunnir fræðimenn vinna að. Árangurinn af þessu starfi hefur þegar orðið sá, að komið hefur verið á fót sér- stökum stofnunum í Tókíó, Nýju Dehli, Beirut, Kairó og Damaskus, sem hafa með höndum rannsóknir á sögu og menn- ingu Austuiianda. Þá hefur Unesco séð um útgá'fu fjölda austurlenzkra skáld- verka, bæði eldri og yngri, sem komið hafa út í þýðingum á tungumálum Vestur- landa. Árið 1951 kom Unesco á fót alþjóð- legri nefnd fræðimanna, sem annast á samningu og útgáfu mikils ritverks, sem fjalla skal um þróun mannkynsins allt frá upphafi og fram á okkar daga. Fyrsta bindið af þessu riti kom út árið 1963 samtímis í Lundúnum og New York. Höfundar þess eru tveir kunnir fornleifa- fræðingar, þau Jacquetta Hawkes og Sir Leonard Woolley. Fjallar það um for- sögu mannsins og upphaf menningar hér á jörðinni. Þessi bók hefur nú verið þýdd á fjölda tungumála fyrir tilstilli Unescos. Annað bindi þessa verks kom út á ensku í fyrra. Fjallar það um sögu fornaldar og er samið af þeim Luigi Pareti, Paolo Brezzi og Luciano Petech, en þetta bindi er reyndar þrjár bækur. Sjötta bindi verks- ins fjallar um 20. öldina og mun koma út síðar á þessu ári. Ekki er hægt að skilja svo við þennan þátt í starfsemi Unesco án þess að minn- ast á þá baráttu, sem stofnunin hafði forgöngu um til að bjarga hinum víðfrægu minnismerkjum í Núbíu, sem annars hefðu horfið undir vatn í uppistöðunni miklu við Aswanstífluna í Egyptalandi. Merkust þessara fornegypzku minnis- merkja eru að sjálfsögðu hofin tvö, sem kennd eru við faraókonunginn Rameses
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.