Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Síða 38

Andvari - 01.05.1967, Síða 38
36 NIGEL BALCHIN ANDVARI er drepinn var átti marga frændur og vini, kusu margir hjartaprúðir menn fremur hefnd en nokkurt silfurgjald. A tíma blóðhefndanna, sem leiddu til hinnar hörmulegu Njálsbrennu, höfðu Islend- ingar nýlega snúizt til kristinnar trúar, en sú kenning, að menn skyldu vera fljótir til sátta við óvini sína, virðist ekki hafa skotið djúpum rótum, þó að stundum sé rætt um „kristna menn“, virðist slíkt aldei hafa verið notað sem röksemd, þegar aðilar blóðhefnda voru knúðir til að fallast á fébætur. Þó að manngjöld lykju málum í orði kveÖnu, var það þó oft svo í reynd- inni, að einhvern eða einhverja af ætt- ingjum hins dauða þyrsti í grimmúð- legri hefnd, og auðvelt var að vekja upp á ný illmæli, sem leiddu til spánnýrrar deilu, sem var í rauninni hin gamla í nýrri mynd. Þjóðfélagið var lítið og miklar tengdir milli ætta. Bæði sá, sem drepinn var, og vegandinn áttu fjölda ættingja, sem allir urðu meira og minna við málið riðnir og hlutu að styðja ættingjana, ef til þess kæmi, að málin færu til alþingis. Hér og hvar í sögunum getur að finna menn, sem lentu í þeim vanda að vera skuldbundnir báðum aðilum í sömu deilunni; og áður en alþingi kom saman, voru bumbur barð- ar til stuðnings hvorum aðilanum um sig með sama gauragangi og í forsölum þings Sameinuðu þjóðanna. SAGAN Þetta er baksviö að frásögninni um Njálsbrennu eins og hún er sögð í sög- unni. Islendingasögunum var fyrst skilað frá einni kynslóð til annarrar munnlega, og vist er um það, að Brennu- Njáls saga hefur ekki veriÖ rituð fyrr en mörgum árum eftir að atburðirnir gerðust, svo að nákvæmni hennar verÖur dregin í efa eins og flestrar sögu. Engum, sem söguna les, getur dulizt, að hún á rætur að rekja til frásagna samtíðarmanna; það sést af því, hve ljóslifandi hún er í einstökum atriöum og skapgerðarlýsingum. Þessi sannfæringarkraftur Islendingasagnanna stafar í rauninni af því, að þær eru alltaf fullkomlega bundnar við staðreyndir og hlutlægar. Oss er aðeins sagt það, sem fólk sást gera og heyrðist segja. Sögu- maðurinn reynir aldrei að segja oss, hvað gerðist í huga nokkurs manns. Oss er látið eftir að draga ályktanir, ef vér viljum. Árangurinn er furðulegur og sérkennilegur hlédrægnisblær, sem er langtum áhrifameiri en nokkur skrúð- mælgi. Norrænir menn gátu stundum verið tilfinningasamir, og þeir voru næmir fyrir hetjulegum orðum, einkum á bana- stund. Stundum kvað hetjan vísur deyj- andi, fullar af undarlegu raupi og alveg óþýðanlegar. Hér cr sennilega um nokkra skreytingu að ræða af hálfu sögumanns- ins. En yfirleitt er hinn sérkennilegi blær íslendingasagnanna fólginn í því, að þar er engin skreyting né tilfinningasemi. Að sumu leyti er Njáls saga ákaflega flókin frásögn með miklum fjölda af persónum og skyldleikatengslum, sem er eins og gestaþraut. Ekki hjálpar það lesandanum, að tvær persónur bera oft sama nafn. Þannig átti Njáll óskilgetinn son, Höskuld að nafni, en hann átti líka fósturson, sem hét Höskuldur. Mikið er talað um Grana Gunnarsson og Gunnar Lambason, en Grani er ekki sonur Gunnars Lambasonar. Það kemur á dag- inn, að Brennu-Njáls saga er yfirleitt ekki auðveld aflestrar. Að öðru leyti gæti þó sagan varla verið sterkari í einfaldleik sínum. Allar flækj- urnar, allt, sem sýnist útúrdúrar, allur fjöldinn af aukapersónum er í raun og veru hlutar af stórkostlega ofnu mynstri. Eins og fínt persneskt teppi leiðir Njáls- saga fram frábærlega glæsilegan heildar- svip úr fjölda af fínlega unnum minni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.