Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 16

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 16
14 JÓHANN BRIEM ANDVARI íhvolf keila, en efst er snúður, sem minnir á ker með loki. Framan við mið- tuminn er líkneski, sem nú er mjög veðrað og máð. Það er gyðjan Isis og heldur á nægtahorni. En til beggja handa em aðrar líkneskjur, nú mjög skemmdar, líklega myndir af skjaldmeyjum. Fyrir miðju anddyrinu er inn- gangur í sjálft musterið og skrautlegur umbúnaður í kring, en leifar af líkneskj- um eru til beggja hliða. Það virðist næstum augljóst, að sá sem diktaði söguna af Baba Abdalla hinum blinda í Þúsund og einni nótt, er raunverulega að lýsa Petru. Baba Abdalla er á ferð með úlfaldalest sína fjarri mannabyggðum, er bann mætir förumunki, sem býðst til þess að vísa honum á mikil auðæfi. Segist bonum þannig frá: Að stundarkorni liðnu komum við í landvíðan dal og var þröngt skarð inn að fara, svo að úlfaldarnir urðu að ganga hver aftan í öðrum. Tveir fjallgarðar luktu dalinn umhverfis og beygðust saman í hvirfing fyrir innan botninn. Voru þeir svo brattir og háir, að við þurftum ekki að óttast, að neinn sæi til okkar. En er þangað var komið, segir munkurinn: Hérna er það, láttu nú úlfaldana leggjast niður á kviðinn, svo okkur veiti hægara að klyfja þá. Skal ég þá sjá svo til, að auðæfin ljúkist upp fyrir okkur. Eg gerði eins og munkurinn lagði fyrir, en á meðan tók hann upp eldfæri, tíndi saman þurra kvisti og kveikti í þeim. Fleygði hann síðan reykelsi á eldinn og tautaði yfir honum einhver óskiljanleg orð. Þyrlaðist þá upp þykkur reykur. Sundraði hann reyknum og í sama vetfangi opnaðist hamrabeltið, sem gnæfði hátt og þver- hnípt á milli fjallanna, og var opið viðlíka stórt og hlið með vængjahurðum. Var það höggvið í hamarinn með frábærum hagleik, og sáust engin merki til þess áður. Sáum við þar í gegnurn glæsilega höll í víðum bás, sem höggvinn var inn í bergið. Var höllin svo rismikil og furðuleg til að líta, að hún var líkari því að vera byggð af öndum en mönnum. Það, sem í ævintýrinu er aðeins sýnilegt töframönnum og galdrameist- urum, geta allir séð í Petru. Ég geng inn í forsalinn bak við súlurnar og upp nokkur þrep að inngangi musterisins. Sá, sem gengur þar inn, kemur ekki inn í hús heldur inn í fjall. Hér er stór salur, ferhyrndur, og önnur herbergi minni. Loftið er flatt, og allt er skrautlaust og óbrotið, dökkrautt að lit. Þegar ég kem aftur fram í dyrnar og lít út, er gjáin, sem við komum eftir, aðeins örmjó dökk rifa í lóðréttan bergvegginn á móti. Þessa höll nefna bedúínar Dýrgripahús faraós, og voru þeir sannfærðir um, að hún geymdi mikla fjársjóðu. En er þeir höfðu kannað það til fulls, að hér væru engir dýrgripir, töldu þeir víst, að auðæfin væru fólgin í kerinu á miðtuminum. Þangað komust þeir ekki og reyndu því að skjóta það niður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.