Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 28

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 28
26 JÓN GÍSLASON ANDVARI Samt stæla harmleikir Sófoklesar and- legan þrótt manna. A stund neyðarinnar, þegar öll sund virðast lokuð og mótlætið hefur sópað öllu burt, sem venja er að telja til hinna æðstu gæða þessa heims, þegar allt er farið: auður, völd, velsæld og vinir og maðurinn stendur uppi ein- mana eins og vængbrotinn fugl á auðri strönd, þá birtist oss tign hans skýrast. Eins og elding úr hendi Seifs hefur mót- lætið skyndilega brennt til ösku allt, sem fallvalt var og svikult, og skilið eftir að- eins skíra gull í deiglunni. Þess vegna getum vér tekið undir með þýzka skáld- inu Hölderlin, sem orti þessar hendingar um Sófokles og harmleika hans: Viele versuchten umsonst, das Freudige freudig zu sagen, Hier spricht endlich es mir, hier in der Trauer sich aus. („Margir hafa árangurslaust reynt að segja hið gleðilega með gleðibrag. Flér birtist mér það um síðir, hér, í sorginni“.) V Af ummælum Aristotelesar í skáldskap- arfræði sinni má ráða, að hann hafi talið „Oidípús konung" vera ágætasta dæmi sinnar tegundar, þ. e. harmleikaskáld- skapar. Er raunar sönnu nær að með þessu leikriti hafi Sófokles markað harm- leikaskáldskap Evrópu stefnu upp frá því. Hann gerist fyrstur til að leiða fram á sjónarsvið mann, sem í trássi við guð og menn tekur ákvörðun í samræmi við sitt innsta eðli, 'physis, og hopar síðan hvergi frá þessari ákvörðun, jafnvel þótt hann viti sér húinn bráðan bana og tor- tímingu. Aðferð Sófoklesar er gerólík fram- setningu Aiskýlosar og Evrípídesar. Frumherji og faðir hinnar eiginlegu harmleikalistar, Aiskýlos, einangrar ekki hetjuna á sama hátt og Sófokles. Hann tengir hetjuna óslitinni atburðarás svo kynslóðum skiptir aftur í timann og menn fá jafnvel hugboð um það, sem framtíð- in að ráðstöfun guðanna ber í skauti. Og Aiskýlos er slíkur trúmaður, að hann efast ekki- um, að guðleg forsjón leiði um síðir til þess, sem mönnum sé fyrir beztu, þó að þeir í skammsýni sinni komi eigi auga á það. Aiskýlos var í rauninni bjartsýnismaður. Hann hafði barizt sigur- sælli baráttu við Maraþon og Salamis, og tekið þannig virkan þátt í frelsisstríði þjóðar sinnar. Hann hafði einnig orðið vitni að sigri lýðræðis á innlendii harð- stjórn. Bjartsýni Aiskýlosar hafði því vissu- lega við rök að styðjast. Oresteia — þrí- leikurinn er líka í rauninni lofsöngur um framsókn mannsins til betra, fegurra og réttlátara lífs. Og þó að þessi framsókn sé oft torsótt, ofsafengin og jafnvel misk- unnarlaus, þá er aldrei að efa, að um framsókn er að ræða, framsókn frá villi- mennsku til siðmenningar, undir leynd- ardómsfullri handleiðslu Seifs, sem er vel- viljaður, þó að hann sé ósveigjanlegur. Andstæð öfl takast á í þríleiknum. Og þó að þau virðist ósamrýmanleg, fer svo að lokum, að sættir takast, sem leiða til fyllra réttlætis. í stofnun lýðræðisins í Aþenu, sem svo erfitt hafði verið að koma á laggirnar og kostað hafði svo harða baráttu að verja, virtist Aiskýlosi fólgin fyrirmynd, er leitt gæti til jafn- vægis og sátta andstæðra afla bæði með- al guða og manna. Fortölur leysa ofbeldi af hólmi, dómstólar blóðhefndir, rök- ræður á þingum koma í stað borgara- styrjalda. Auðvitað mætti ævinlega búast við nýjum deilum, nýjar andstæður yrði að sætta. Nýjar framfarir mundu kosta nýja baráttu, nýjar þjáningar. En hér hafði Seifur lagt bót með böli. Barátta og þjáningar voru aðeins fæðingarhríðir nýs og betra heims. í leikritum Evrípídesar eru hetjurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.