Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.05.1967, Qupperneq 5

Andvari - 01.05.1967, Qupperneq 5
JÓHANN BRIEM: í eyðimörk Sýrlands Sá, sem á langa dagleið fyrir höndum, rís snemma úr rekkju. Ég var á fót- um klukkan fjögur, og stundu síðar var lagt af stað. Nokkrar sálir í tveimur litlum bílum. Það var enn koldimm nótt í Jerúsalem, haustnótt með tindrandi stjömum, en svo hlý, að ég var á skyrtunni einni. Þótt enn væri ekki dagur á lofti, voru nokkrir rnenn á ferli og jafnmargir asnar, en enginn vegfarandi var einn síns liðs án þess að hafa slíkan förunaut. Sumir voru ríðandi, aðrir gengu við hlið asnans, sem oftast bar þungar klyfjar. Asnarekar hafa kolluprik í hendi og berja asnann áfram, ef hann er latrækur eða ýta honum á undan sér með prikinu. Og oft verður asninn að bera hvort tveggja, klyfjarnar og eigandann. Þegar komið er á brún Kedrondals, sést dauf skíma af dagsbrún yfir Olíu- fjallinu, en hún hverfur með öllu, er niður í dalinn kemur, og aftur er dimmt. En uppi á dalbrúninni ber háreista múra borgarinnar við alstirndan himin. Hjá Betaníu opnast útsýn til austurs, og er dagsbrúnin nú komin hærra á loft. Yfir fjöllunum í Móabslandi er rönd af morgunroða, sem skýrist óðum, því í Suðurlöndum birtir ört. Áður en varir verður hann eldlegur eins og logandi bál, þótt enn sé dimmt rökkur. Það er eins og mikill skógareldur geisi um alla eyðimörkina í austri, og rökkrið verður purpurarautt. En yfir morgunroðanum skín mjó mánasigð á dökkum næturhimni, og snúa hornin beint upp eins og á hvolfþaki mosku. I norðlægum löndum hef ég aldrei séð himinroða, sem líkist eldslogum og það meðan enn er nótt á himni skammt fyrir ofan. Ferðin sækist fljótt austur eftir eyðimörkinni, sem hallar ört niður að slétt- unni hjá Jórdan. Þótt enn sé dimmt, eru margir á ferð, gangandi eða ríða ösn- um, og margir standa við vegbrúnina og bíða eftir einhverju, sumir einir sér, aðrir í smáhópum, en við hlið þeirra liggja stundum bunkar af farangri eða vörum. Þetta fólk kviknar alstaðar í óbyggðinni, jafnskjótt og lýsir af degi. Enginn veit, hvaðan það kernur né hvert það fer, frekar en vindurinn og sízt af öllu hvar það býr. Hér er ekkert hús á 30 kílómetra breiðu svæði. Ef þetta eru allt bedúínar, sem búa í tjöldum, hvað eru þeir þá að gera við veginn?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.