Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 18

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 18
16 JÓHANN BRIEM ANDVARI með riffilkúlum. En það tókst ekki, sem betur fór, og ekki hafa kúlurnar valdið svo miklum spjöllum, að það sjáist neðan af jörð. Hamraketill sá, sem við erum nú í, er líklega gjá eða sprunga, og er miklu víðari en geilin, sem áður var farin, og liggur þvert á stefnu hennar. Til suðurs lokast liún af niðurföllnu grjóti, en til norðurs víkkar hún út fyrst í stað, svo að þar er nokkur sléttur dalbotn, og stefnir lækjarfarvegurinn í þá átt. Hér er litskrúðugt umhverfi, rauðir ldettar á alla vegu undir djúpbláum himni, en bleikur sandur niðri á botninum. Dökkgrænir óleander-runnar eru þar á víð og dreif milli rauðra steina, og nokkrir Arabar með asna sína, sem þeir bjóða ferðamönnum til leigu. En þetta er aðeins byrjunin. Ég held áfram niður eftir gljúfrinu. Verður þá fyrir mér á vinstri hönd útileikhús, höggvið í klettana, með bekkjum í hálfhring. Hamrarnir allt í kring eru alsettir dyrum og gluggagötum, oft margar hæðir, hver upp af annarri. Nú þrengist gljúfrið aftur og hamraketillinn lokast. Er nú nokkur kafli svo mjór, að hann minnir á gjána fyrri, en er þó víðari. En er þeim þrengslum lýkur, opnast klettadalur, ekki mjög víður, en þó svo, að ekki er hægt að nefna hann gljúfur. Hér er allmikið flatlendi í botninn, og var það aðalborgarstæðið. Þar sem dalurinn opnast, er virki á múlahorni, höggvið úr bergi, að lögun sem kastali eða riddaraborg, og minnir furðumikið á borgirnar hjá Rín. En sá er munurinn, að þessi er úr einum steini, en ekki hlaðinn úr mörgum. Af húsum borgarinnar eru ekki mjög miklar leifar. Lóðrétt hamrabelti loka dalnum að austan og vestan, en að norðan og sunnan má ganga upp á fjalla- brúnirnar, þó miklu greiðara norðan megin. A þessar hliðar voru borgarmúrar til forna, en þeir eru nú horfnir. I hömrunum eru dyr við dyr, og stórir bjarg- veggir eru höggnir eins og framhliðar húsa, sumar mjög skrautlegar með súlum og ufsum. En á öðrum stöðum er kletturinn aðeins höggvinn sléttur eins og múrveggur. Húsin eru margar hæðir og tröppur meitlaðar í klettana. Víða eru þær svo slitnar að ganga verður með varúð, en sums staðar hafa þær verið endur- bættar. Og enn eru margar hellishvelfingar inn í hrjúfan bergvegginn, án þess að neitt sé lagfært í kring um þær. Hvert sem litið er, eru allir hamrar alsettir dyrum og gapandi, kolsvörtum opum hátt og lágt. Hér eru veizlusalir og musteri inni í fjöllunum og stór dómsalur, einnig geymsluhús og forðabúr og margir grafarhellar. Þeir eru hátt á áttunda hundrað. En talið er að smæstu hellarnir hafi verið notaðir til íbúðar. í þessum klettum væri nóg rúm fyrir alla íbúa Reykjavíkur til að leita skjóls fyrir veðrum. Dalbotninn er þakinn bleikum sandi, sem stingur mjög í stúf við dökkrauða kletta, en sums staðar eru þeir hvítir og rauðir á víxl eins og marmari, en í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.