Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 27

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 27
ANDVARI OIDÍPÚS KONUNGUR OG HÖFUNDUR HANS 25 og af tilviljun, vekur skyndilega í huga konungs minninguna um hinn löngu liðna atburð úr lífi hans, sem hann fyrir- verður sig fyrir, vígið sem hann vó þarna í auðninni, er hann gekk af gömlum manni og fylgdarmönnum hans dauðum. Svörin við spi.'.rningum hans taka af allan vafa. Það er vissulega hann, Oidípús, sem vegið hefur Laíos. Bæði staður og stund færa honum heim sanninn um það. Sál hans verður gagntekin hrylli- legum kvíða. Hann finnur, að hann er fórnarlamb forlaga, sem hann fær alls ekki um þokað, að hann er leiksoppur óþekktra afla, sem láta sig engu skipta gáfur hans, stolt hans og alla þessa yfir- burði, sem hann var svo hreykinn af. Hann skynjar, að hann er að sogast niður í hringiðu tortímingarinnar, að hann muni verða malaður mjölinu smærra af öllum þessum duldu öflum, sem hann hefur veður af í kringum sig og eigi muni láta staðar numið, unz hvorki er eftir af honum tangur né tötur. IV Það má teljast merkilegt umhugsunar- efni, að einmitt Sófokles, sem sjálfur að allra dómi átti einstöku hamingjuláni að fagna, skyldi fyrstur allra skálda lýsa algjörum einstæðingsskap og ólæknandi kvöl ógæfumannsins. Þyrnikóróna and- streymis og óvildar læstist aldrei um höf- uð þessa vegsamaða skáldmærings. Sófo- kles (496—406 f. Kr. b.) var bæði á sinni tíð og hefur á öllum öldum síðan verið i vitund manna ímynd gæfumannsins, evdaimon, gifturíkur og þeofíles, ást- mögur guðanna. Hann var manna bezt gefinn til líkama og sálar, vinsæll og auðugur, og eitt hið mesta skáld, sem uppi hefur verið. Fellur hin langa og farsæla ævi hans saman við glæsilegasta blómaskeið ættborgar hans, Aþenu. Sam- tímamenn hans og vinir voru ýmsir þeir snillingar, sem ásamt honum hafa mark- að djúp spor í andlega þróun álfu vorrar: heimsspekingarnir Anaxagoras, Parmení- des, Sókrates, Platon, stjórnmálamenn- irnir Kímon og Perikles, myndhöggvar- inn Fidías, sagnfræðingurinn Herodot, svo að aðeins fáir séu nefndir af handa- hófi. Sófokles hefur einnig sinn til hvorrar handar, ef svo má að orði kveða, þau tvö harmleikaskáld, sem ásamt honum hafa náð hæst í þeirri grein leikbókmennta: Aiskýlos er eldri samtímamaður hans, Evrípídes yngri. Aiskýlos var af þeirri kynslóð, sem í Persastríðunum hafði orðið að heyja tvísýna baráttu fyrir tilveru ætt- borgar sinnar. Evrípides keppti tuttugu og tveim sinnum í leiklistarkeppni Aþenu- borgar, en hlaut fyrstu verðlaun aðeins fjórum sinnum. Sófokles sigraði aðeins hálfþrítugur að aldri snillinginn Aiský- los. Það hefur því orðið mörgum íhugunar- efni, að Sófokles, þetta eftirlætisgoð gæf- unnar, sem virtist vera, skyldi verða allra skálda fyrst til að horfast í augu við ólæknandi harma og vonlausa kvöl ein- mana sálar. Aiskýlos lýsir einnig á stórfenglegan hátt ógæfu manna og þjáningum. En hin þyrnum stráða braut liggur að dómi Aiskýlosar til betra lífs og fyllra sam- ræmis. Mótlætið er aðferð Seifs til að kenna mönnum speki. Bak við brimrót kífs og nauða eygir hann styrka hönd guðanna, sem sjá hinu mikla fleyi heims og þjóða borgið til öruggrar hafnar, þótt á gefi. Sófokles hefur hins vegar flutt vett- vang leiksins inn í sjálft hugskot manns- ins. Ur heljargreipum örlaganna verður engurn undankomu auðið, því að örlaga- þættirnir eru raktir úr eðli mannsins sjálfs. Þeir þræðir þéttast smám saman, unz úr verður órjúfandi fjötur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.