Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 75

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 75
^NDVARI HERMAN MELVILLE OG MOBY-DICK 73 er hann skrifaði „Moby-Dick.“ Hann átti eina kú og fáeinar skepnur aðrar, sem hann hugsaði vel um. Eina nótt vaknaði hann skyndilega. Það var skoll- inn á stormur. „Húsið er of hásiglt" hróp- aði hann og þaut á fætur. Hugurinn var á hafinu. Og kannski er það hér, að stinga skal niður fótum til þess að skilja forsendur Melvilles. Margir höfðu verið á sjó miklu lengur en hann, banað fleiri hvölum, en fáir hafa sem hann fundiö það á hafinu sem hann leitaði að. Eg vil þá byrja á hinum undarlegu átökum ljóss og dauða, sem er að finna í bókinni, þar sem tungutak Biblíunnar og Shakespeares ómar jafnhliða málfari ó- menntaðra hvalveiðimanna, að skáldsagan er svo auðug að ferskleik, af skýjum, bárum, sumri, af reiðu veðri, að sagan æðir áfram, stundum í ævintýri, stundum hrærist hún eins og letilegt þang í grunnu lóni, að hátíð er teflt fram gegn fáránleik- anum, að hún er full af kímni og drekk- hlaðin skáldlegum óði, burðamikil eins og skotmaðurinn, sem mundar skutulinn og fíngerð eins og titrandi stúlkusál, að hún er svo sönn í raunsæi sínu, svo himin- sækin í flugi hugans. Og með því er ekki nærri því allt sagt, en staðnæmist maður aðeins við þennan hluta fjölbreytninnar, þá leikur það ekki á tveim tungum, að móðerni þessarar frásögu er endurminn- ingin, auðug og ill, um hvalveiÖiævi hans, en faðernið hin tryllta þrá í vizku hafs- ins. Hún var í honum áður en hann fór til sjós, og hún var í honum síÖar þegar hann fór að skrifa. Það undarlegasta í þessu öllu er þá kannski nauðaeinfalt: Melville hefur sagt og hann hefur viljað segja frá því, sem milljónir manna hafa óljóst látið sig dreyma um, er þeir sáu sjó. Hann var gæddur þrá og löngun manna, sem ekki verða tölum taldir. Hver kannast ekki við þetta, sem elzt upp við sjó? SegulmögnuÖ orka í sjó og sjóndeildarhring. Alls konar óljósir og kannski heimskulegir draumar voru þessu samfara á yngri árum. Hafið, ævintýri, endurlausn. Því þetta var ekki aðeins þörf fyrir það æsilega, heldur löngunin í að eyða allri orku sinni í návígi við dauða og lífshættu, þreyta afl við hafiÖ, sem menn fá aldrei sigrað. Og þótt sagt sé frá meiru en þessu í „Moby-Dick,“ þá fjallar bókin einnig um þetta: Alveg í byrjun skáldsögunnar lýsir Mel- ville þeim mönnum sem eru að lóna og horfa út á hafiÖ. í skipakvíunum á Man- hattan, á bryggjunum, í reiða skipanna, og hann sér þá standa við fjöruborðið og skyggnast til hafs, landkrabbana, þá sem sigla ekki sjálfir. Hann hafði sjálfur veriÖ einn í þeirra hópi, og það voru þeir, sem sendu hann í veiðiförina miklu. Kallið mig Ismael! Þannig hefst sagan. Eg get ímyndað mér, að margur lesandinn fái í flýtinum ekki tekið eftir þessari mikilvægu setn- ingu, borgarhliði sögunnar. Elins vegar hugsa eg, að Herman Melville hafi sjálfur mörgum sinnum hvarlað aftur til þessarar stuttu setningar, sem minnir á eldingu í flugi hafsúlunnar þegar hún stingur sér úr háloftunum. Setningin er mikill fjársjóður og það hefur hann vitað. Mörgum sinnum hlýtur þessi óheppni maður að hafa starað á þessa dásamlegu gjöf, sem himinninn færði honum, og kannski hafði hann stíflaÖ straum lifsins í hinu mikla efnismagni. Kallið mig Ismaell Það hefur kannski verið mikil áreynsla að skrifa þessa stuttu línu. Hann hefur ef til vill orðið að sneiða mikið af sjálfum sér, skera í burt sína eigin sögu úr sögu Moby- Dicks. Við vitum, að þegar hann settist að á kotinu sínu til þess að skrifa, eignaðist hann að nágranna mann að nafni Nathan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.