Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 84

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 84
82 ÞÓRÐUR EINARSSON ANDVARI það er háð stöðugri hreyfingu og breyt- ingum, enda yrði annars lítið um þróun og framför. Það væri t. d. alrangt að halda því fram að íslenzkt þjóðfélag sé ekki á ýmsum sviðum vanþróað, þótt það skili nú vergum árstekjum, er nema 1.800 dollurum á hvert mannsbarn. Sann- leikurinn er einnig sá, að jafnvel þó að Unesco hafi á undanförnum árum látið allverulegan hluta af þeim fjárveiting- um, sem stofnunin hefur haft yfir að ráða, renna til starfsemi sinnar í þróunarlönd- unum, þá hefur hún jafnframt veitt þeim löndum, sem lengra eru á veg komin, margvíslega sérfræðilega aðstoð á sviði skóla- og menntamála, ýmislegra raun- visinda og menningarmála. Má með nokkrum rétti ætla, að Island gæti einnig notið nokkurs stuðnings af hálfu Unesco í þessum efnum, ef þess er óskað, enda hefur stofnunin marga a;f færustu sér- fræðingum heims í þessum málum í þjón- ustu sinni. Slík aðstoð virðist einnig geta fyllilega samræmzt því, sem sagt er hér að framan. Hefur ísland raunar þegar notið nokkurs stuðnings af hálfu Unesco, því að á síðast liðnu ári veitti stofnunin all- vænan styrk til Handritastofnunar íslands til skrásetningar á íslenzkum handritum, sem geymd eru í erlendum söfnum annars staðar en í Danmörku, og hafa íslenzkir sérfræðingar þegar hafið þá skrásetningu. Þá verða væntanlega einnig gerðar ljós- myndir a;f þeim handritum, er hafa að geyma efni, sem nauðsynlegt er talið að hafa greiðan aðgang að hér heima. Hér að framan hefur nær eingöngu verið rætt um skóla- og menntamál og á hvern hátt Unesco hefur haft afskipti af þeim. En því fer fjarri, að það séu einu málin, sem stofnunin lætur til sín taka, því eins og nafn hennar bendir til á hún einnig að vinna að framgangi vís- inda og menningarmála annarra en ein- göngu menntamála. (Hin enska skamm- stöfun á nafni stofunarinnar, UNESCO, sem nú er notuð í flestum málum heims, er 'til orðin úr upphafsstöfum þessara orða á ensku: U. N. = United Nations, þ. e. Sameinuðu þjóðirnar; E =: edu- cation, menntun; S = science, vísindi; C = culture, menning eða menningar- mál og O = organization, stofnun.) Það lá við borð að s-ið (þ. e. a. s. vísindin) fengi ekki að vera með, því að eftir fund ráðherranna í Lundúnum, sem áður er getið, átti stofnunin að heita Uneco í stað Unesco, og átti samkvæmt því ekki að hafa nein afskipti af raunvísindamál- um. Það var m. a. skáldið kunna, Archi- bald McLeish, og vísindamaðurinn Julian Iduxley, fyrsti aðalframkvæmdastjóri Llnesco, sem börðust fyrir því að starfs- svið stofnunarinnar næði einnig til raun- vísinda. Það var heldur varla von til þess, að þeir, sem fyrst hófu að ræða um nauðsyn slíkrar alþjóðastofnunar, gætu séð fyrir þá geysilegu byltingu, sem raun- vísindin áttu eftir að valda í lífi mann- kynsins fáum árum síðar. Þeim mun meiri var þó forspá þeirra, sem fengu því ráðið, að verkefni Unesco tækju einnig til raun- vísinda. Hinar stórstígu framfarir, sem átt hafa sér stað á sviði raunvísinda undanfarna tvo áratugi, hafa opnað manninum áður óþekkta heima nýrra og furðulegra stærða. Vísindaafrek á öllum sviðum, ;frá rann- sóknum á eðli atómsins til könnunar á himingeimnum, hafa stórlega fært út landamæri mannlegrar þekkingar. Hefur Unesco átt rikan þátt í því, að þessi aukna þekking kæmi mannkyninu að notum og stuðlaði að framförum á sviði efnahags- og félagsmála. Störf stofnunarinnar hafa falið í sér umfangsmikla rannsóknarstarf- semi á mikilvægum sviðum raunvísinda, svo sem vatnsfræði, líffræði, haffræði og jarðeðlisfræði. Á síðasta ári beitti Unesco
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.