Andvari - 01.05.1967, Síða 84
82
ÞÓRÐUR EINARSSON
ANDVARI
það er háð stöðugri hreyfingu og breyt-
ingum, enda yrði annars lítið um þróun
og framför. Það væri t. d. alrangt að halda
því fram að íslenzkt þjóðfélag sé ekki
á ýmsum sviðum vanþróað, þótt það
skili nú vergum árstekjum, er nema
1.800 dollurum á hvert mannsbarn. Sann-
leikurinn er einnig sá, að jafnvel þó að
Unesco hafi á undanförnum árum látið
allverulegan hluta af þeim fjárveiting-
um, sem stofnunin hefur haft yfir að ráða,
renna til starfsemi sinnar í þróunarlönd-
unum, þá hefur hún jafnframt veitt þeim
löndum, sem lengra eru á veg komin,
margvíslega sérfræðilega aðstoð á sviði
skóla- og menntamála, ýmislegra raun-
visinda og menningarmála. Má með
nokkrum rétti ætla, að Island gæti einnig
notið nokkurs stuðnings af hálfu Unesco
í þessum efnum, ef þess er óskað, enda
hefur stofnunin marga a;f færustu sér-
fræðingum heims í þessum málum í þjón-
ustu sinni. Slík aðstoð virðist einnig geta
fyllilega samræmzt því, sem sagt er hér að
framan. Hefur ísland raunar þegar notið
nokkurs stuðnings af hálfu Unesco, því
að á síðast liðnu ári veitti stofnunin all-
vænan styrk til Handritastofnunar íslands
til skrásetningar á íslenzkum handritum,
sem geymd eru í erlendum söfnum annars
staðar en í Danmörku, og hafa íslenzkir
sérfræðingar þegar hafið þá skrásetningu.
Þá verða væntanlega einnig gerðar ljós-
myndir a;f þeim handritum, er hafa að
geyma efni, sem nauðsynlegt er talið að
hafa greiðan aðgang að hér heima.
Hér að framan hefur nær eingöngu
verið rætt um skóla- og menntamál og á
hvern hátt Unesco hefur haft afskipti
af þeim. En því fer fjarri, að það séu
einu málin, sem stofnunin lætur til sín
taka, því eins og nafn hennar bendir til
á hún einnig að vinna að framgangi vís-
inda og menningarmála annarra en ein-
göngu menntamála. (Hin enska skamm-
stöfun á nafni stofunarinnar, UNESCO,
sem nú er notuð í flestum málum heims,
er 'til orðin úr upphafsstöfum þessara
orða á ensku: U. N. = United Nations,
þ. e. Sameinuðu þjóðirnar; E =: edu-
cation, menntun; S = science, vísindi;
C = culture, menning eða menningar-
mál og O = organization, stofnun.) Það
lá við borð að s-ið (þ. e. a. s. vísindin)
fengi ekki að vera með, því að eftir fund
ráðherranna í Lundúnum, sem áður er
getið, átti stofnunin að heita Uneco í
stað Unesco, og átti samkvæmt því ekki
að hafa nein afskipti af raunvísindamál-
um. Það var m. a. skáldið kunna, Archi-
bald McLeish, og vísindamaðurinn Julian
Iduxley, fyrsti aðalframkvæmdastjóri
Llnesco, sem börðust fyrir því að starfs-
svið stofnunarinnar næði einnig til raun-
vísinda. Það var heldur varla von til
þess, að þeir, sem fyrst hófu að ræða um
nauðsyn slíkrar alþjóðastofnunar, gætu
séð fyrir þá geysilegu byltingu, sem raun-
vísindin áttu eftir að valda í lífi mann-
kynsins fáum árum síðar. Þeim mun meiri
var þó forspá þeirra, sem fengu því ráðið,
að verkefni Unesco tækju einnig til raun-
vísinda.
Hinar stórstígu framfarir, sem átt hafa
sér stað á sviði raunvísinda undanfarna
tvo áratugi, hafa opnað manninum áður
óþekkta heima nýrra og furðulegra stærða.
Vísindaafrek á öllum sviðum, ;frá rann-
sóknum á eðli atómsins til könnunar á
himingeimnum, hafa stórlega fært út
landamæri mannlegrar þekkingar. Hefur
Unesco átt rikan þátt í því, að þessi aukna
þekking kæmi mannkyninu að notum
og stuðlaði að framförum á sviði efnahags-
og félagsmála. Störf stofnunarinnar hafa
falið í sér umfangsmikla rannsóknarstarf-
semi á mikilvægum sviðum raunvísinda,
svo sem vatnsfræði, líffræði, haffræði og
jarðeðlisfræði. Á síðasta ári beitti Unesco